Gripla - 20.12.2011, Blaðsíða 121
121
í skipunum fornu. Í Corpus Poeticum Boreale I (1883, 16) þýðir Guðbrandur
(eða York Powell) í samræmi við þetta, nesti sem ‘mal’ eða ‘nestispoka’
(wallet), og skips rár sem ‘svefnpláss í skipi’ (ship’s berths).
Orðið hráskinn segir Guðbrandur (1870, 282) að sé notað í merking-
unni ‘skjól, athvarf ’ (óvíst hvers vegna). Tveimur árum síðar (1872, 488)3
tekur hann upp orðið ráskinn, og segir að þetta vafasama orð, sem hætt sé
að nota, komi aðeins fyrir á fjórum stöðum, þar af þremur þar sem ritað
er hráskinn, eflaust ranglega, nema ef h-ið geti verið leifar af eldra v-, þ.
e. vráskinn. Réttur uppruni þessa orðs geti aðeins verið af rá = ‘klefi’
[cabin]. Guðbrandur gefur merkinguna: ‘húðfat (svefnpoki) [‘cabin-skin’,
hammock], heimili, athvarf ’.
Tekið skal fram að í raun er ekkert sem styður þá ætlun Guðbrands
Vigfússonar að rá ‘horn, afkimi’ hafi getað merkt ‘svefnpláss í skipi’.
Karl Victor Müllenhoff (1883, 258) þýðir þriðju línuna svo: „(aber) klein
sind die schiffscajüten (-winkel, Vigf. 485 a).“
Finnur Jónsson (1888, 55) setti fram leiðréttingar á ýmsum stöðum í
Sæmundar-Eddu, og segir um þetta erindi: „[Það] stendur ekki í neinu
sambandi við þennan kafla, . . . og á eflaust að falla burt, en ekki setjast
annarstaðar. Sjálft erindið er sett saman af vísuhelming (nótt verðr . . . rár) og
af öðrum vísuparti, sem upphaflega hafa ekki átt saman; þar að auk er eitt
vísuorð (hverf er haustgríma) stakt. / Þar sem stendur: „sá verður nóttunni
glaðr, sem treystir nesti sínu“ og rjett á eftir „skammar eru skipsrárnar“
(rár getur ómöglega merkt annað en rár; um „schiffscajüten“ [káetur] er
ekki hægt að hafa orðið skammr), þá sýnist ekki hjer vera mikið hugsunar-
samband í; þó er sjálfsagt, að málshátturinn skammar o. s. frv. á að skýra
það, sem stendur í 1.‒2. vo., en hvernig það? Jeg fæ ekki skilið, að hér sje
allt í skorðum, og skil yfir höfuð ekki hugsunina í 2 fyrstu vísuorðunum.
Þar á mót finnst mjer allt falla vel, ef ritað er trúerat. Hugsunin verður þá:
»sá, sem treystir ekki nesti sínu, treystir ekki, að það endist vel, hann verður
feginn nóttunni; þá sefur hann, og þarf eigi að eta, en sparir nesti sitt, því
að það er með nestið eins og með skipsrárnar; þær eru skammar („skips
láta menn skammar rár“ Málsh.kv. 12,1), og ofskammar, ef þær brotna, en
mega þó ekki vera of langar, þá eru þær óhafandi. Ef nestið verður of lítið,
3 Orðabókin kom út í heftum og eru ártölin 1870 og 1872 miðuð við útgáfuár viðkomandi
bókstafa.
SKAMMAR ERU SKIPS RÁR