Gripla - 20.12.2011, Page 154
GRIPLA154
Most of his comments are designed simply to glorify the position
and qualities of Earl Skúli—sometimes to the implied detriment
of the king himself. The over-prominence Snorri gives to Skúli,
however, ironically foreshadeows his adherence to the earl’s side in
the ensuing struggle for supremacy which the king eventually won,
an adherence which was one of the factors leading to Snorri’s death
in Iceland at the hands of an emissary of the king in 1241. Snorri
seems already in Háttatal to undervalue King Hákon, his praise
often seeming even more perfunctory in his case than usual scaldic
verse; the king was after all too young at the time to have achieved
the martial prominence that Snorri’s verse attributes to him (he was
born in 1204), and the eulogy comes dangerously close to being háð
en eigi lof (‘scorn rather then praise’. Hkr i. 5). (Faulkes 1999, xiii).
Þetta er skarplega athugað og gefur tilefni til að skoða kvæðið í DG 11 4to.
Þau erindi sem þar standa skiptast nefnilega nokkuð jafnt milli höfðingj-
anna og eru þar að auki næstum tæmandi úttekt á afbrigðum dróttkvæðs
háttar. Þeir hættir sem eftir eru verða miklu skyldari edduháttum en drótt-
kvæðum. Það er að vísu óskhyggja hjá Guðrúnu Nordal þegar hún segir:
The manuscript begins with the Prologue of Snorra-Edda and
concludes with verse 56 of Háttatal (depicting egilsháttr; the end of
the poem is missing because the scribe decided to stop at this point).
(Guðrún Nordal 2001, 124).
DG 11 4to nefnir ekki Egilshátt. Það háttarheiti er sótt í Konungsbók.
Hér er freistandi að gera því skóna að Snorri hafi gert hlé eftir 56.
vísu og sú gerð kvæðisins verið afrituð í DG 11 4to. Það gæti þá verið
ámóta gamall texti og við höfum í Ættartölu Sturlunga, Lögsögumannatali
og Skáldatali. Þetta er vitanlega ógerningur að sanna, hvorki með ytri
né innri rökum. Þau ytri falla á því að við þekkjum ekki forritið, höfum
enga möguleika á að reikna út hvort vantað hefur aftan á það. Allar slíkar
tilraunir falla á því að við vitum ekki hvort það var 8vo, 4to ellegar folio.
Innri rök eða efnisleg rök eru sjálfdæmd af þeirri einföldu ástæðu að það
er mjög takmarkað samhengi eða efnisleg framvinda í Háttatali og þess
vegna ekki að vænta að nokkur skil sjáist þótt hlé sé gert. Áður er á það
minnt að Snorri getur ekki hafa haft spurnir af viðureigninni við Ribbunga