Gripla - 20.12.2011, Blaðsíða 238
GRIPLA238
opératoire’), but in which the features of rapid handwriting have
been reduced in order to obtain a more formal script, suitable either
for documentary purposes or for books (Derolez 2003, 123).
Tæknilega séð er handritaskrift Ásgeirs hins vegar léttiskrift í síðari merk-
ingunni og hún hefur verið aðlöguð svo að hún hæfi bók og er ýmsum form-
legum einkennum textaskriftar bætt við.15 Hvað varðar stafagerð einkenn-
ist skrift í sagnahandritum af einshólfs-a, stundum belgjum á háleggjum en
stundum ekki og háu-s og f (þegar stafurinn er ekki af engilsaxneskri gerð
⟨š⟩) sem fara undir grunnlínuna. Skriftin er þess vegna hálfblendingsskrift
samkvæmt kerfi Lieftincks með aðlögun Derolez. Erfitt er þó að átta sig á
hvort Ásgeir Jónsson hafi skrifað aðeins eina skrift í sagnahandritum, þar
sem rithönd hans getur verið mjög ólík eftir handritum. Samkvæmt því
sem getið var að framan virðist þó að fleiri viðbætur þyrfti við kerfi Lieft-
incks til að lýsa skrift í íslenskum handritum á síðari öldum. Ekki er rangt
að lýsa skrift Ásgeirs í sagnahandritum sem hálfblendingsskrift en þar sem
þær aðferðir sem hann beitir við skriftina skila sér í mismunandi undirteg-
undum hennar er vert að athuga hvernig og hve langt Ásgeir gengur við að
formvæða skriftina (sbr. 15. neðanmálsgrein). Þegar sýnishorn úr AM 142
fol., sem Loth telur vera með „kursiv“, eða AM 7 fol., sem er með „kursiv“
að mati Kålunds, og Thott 1768 4to, sem Loth telur vera með „halvfraktur“,
eru borin saman virðist sem aðferðir við formvæðingu (sbr. 15. neðanmáls-
grein) séu með sama hætti og þess vegna sé um sömu skrift, sem heitir
kansellískrift, að ræða.
Kansellískrift er nokkuð stór og regluleg en ekki sérstaklega þétt. Stærð
stafanna er frekar jöfn. Áherslan er á láréttum öxli. Þess vegna er skriftin
nokkuð breið og vantar hliðarþrýsting (e. lateral compression) sem er að
finna í textaskrift. Línubil er nokkuð gisið miðað við textaskrift. Þó eru
háleggir og síðleggir yfirleitt ekki sérstaklega langir, nema stundum hálegg-
ir á d, ð og síðleggir á f (sbr. sýnishorn 9.2. og 3 í greinarlok), eins og oft er
hins vegar í léttiskrift. Margir háleggir enda með belgjum til hægri (1) og
eru þeir oft nokkuð flúraðir á b og l. Þó sjaldan sé kemur fyrir að stafur sé
skreyttur á annan hátt, þ.e.a.s. að háleggirnir hefjist einnig með upphafs-
15 Þetta nefnist ‘to textualize’ á ensku og þýðir „introducing greater formality in an informal
cursive script‟ (Derolez 2003, 128, sbr. ‘Textualismen’ í Gumbert 1974, 247, 260). Um
aðferðir til þess sjá Derolez (2003, 128–29). Um þetta verður hér á eftir notuð sögnin ‘að
formvæða’ og nafnorðið ‘formvæðing’ til bráðabirgða.