Gripla - 20.12.2011, Blaðsíða 146
GRIPLA146
Liber primus
Sé litið á DG 11 4to sem náms- eða kennslubók er auðvelt að gera sér nýtt
efnisyfirlit. Fyrri bók mætti lýsa svona:
1. Goðsagnaefni („frá ásum ok Ymi“ þar með talin Gylfaginning)
a. Formáli (Grape o.fl. 1977, 1–3).
b. Fyrsta svið: Í Ásgarði (fróðleikur Hás, Jafnhás og Þriðja –,
Grape o.fl. 1977, 3–35).
c. Annað svið, Hlésey (frásagnir Braga í Hlésey, Grape o.fl. 1977,
35–42).
2. Fræðaefni
d. Skáldatal (Grape o.fl. 1977, 43–47).
e. Ættartala Sturlunga (Grape o.fl. 1977, 48).
f. Lögsögumanntal (Grape o.fl. 1977, 48–49).
Á máli kennslubókafræðinga á 21. öld gæti þetta svarað til kennarahand-
bókar. Kennarinn þurfti á goðsögnunum að halda til þess að gera kennslu
sína lifandi, en það var ekki sjálfgefið að nemandinn væri hrifinn af að vera
látinn lesa svo óguðlegt efni. Þar að kann að lúta spássíugrein á fol. 25r í
AM 748 I 4to: „Gud giefe mier at læra þessa bok med odru godu enn hon
er vond Gud fader mijkvne“ [= mikunne].14 Varla er efamál að „vondur“
er þarna í guðfræðilegri merkingu. Drengstaulinn er hræddur við efnið.
Að sönnu er mér ekki kunnugt um kennarahandbækur annars vegar og
nemendabækur hins vegar á miðöldum, og í raun er fátt vitað um kennslu
og kennslubókanotkun á þeim tíma, en minnast mætti kennarans Gísla
Finnssonar sem Jón helgi valdi til kennslu og talaði ekki yfir söfnuði utan
bókar heldur las yfir mönnum „at þeir sæi þat, at hann tæki sínar kenn-
ingar af helgum bókum ok merkiligum, en eigi einu saman brjóstmegni
ok hugviti.“15 Þessi lýsing bendir ótvírætt til þess að sá sem bókina á hefur
einnig nokkurt kennimannsvald.
Það er svo líka ljóst að Guðrún Nordal og Krömmelbein hafa rétt fyrir
sér um tvöfalt hlutverk Skáldatals. Því er ætlað hlutverk (ætlað að vera upp-
flettirit) til þess að staðsetja skáldin sem senn verða nefnd. Þar gegnir nafn
Eilífs Guðrúnarsonar hlutverki lykilorðs, stikkorðs. Þegar hann er nefndur
14 Sjá Elias Wessén, „Introduction“ í CCIMÆ xvii 1945, 14.
15 Jóns saga helga. Byskupasögur II, Reykjavík 1948, 36.