Gripla - 20.12.2011, Page 145
145
Derfor tager han disse to myter om Tor og de to jætter ud af den
oprindelige sammenhæng og giver dem som et umiddelbart tillæg
til mytologien. Man skulde tro, at hans hensigt havde været ikke at
ville afskrive mere overhovedet. Hvis det er tilfældet, har han dog
ændret mening, og senere fortsat sin afskrivning. (Finnur Jónsson
1931, xxvii).
Það er óumdeilanlegt að í forriti Uppsalagerðar hefur verið önnur röð efnis
á þessum stað. Hins vegar er greinilega hægt að hafa ýmsar skoðanir á því
sem fyrir ritstjóra vakti.
Að því er ég best veit var það Guðvarður Már Gunnlaugsson sem
fyrstur manna tók eftir að bls. 50 og 51 eru svo ólíkar og misóhreinar að
þær hljóta að hafa verið aðskildar um lengri eða skemmri tíma. Bls. 50 er
lokasíða þriðja kvers og texta þess kvers lýkur reyndar á bls. 49 í 12. línu
þegar lokið er Lögsögumannatali með orðunum „Snoꝛri tvrlo son i annat
inn.“12
Það er alkunna að kver voru ekki endilega saumuð saman í bækur fyrr
en langt var um liðið og þess vegna þarf ekki að vera neitt einkennilegt
við þetta. En samt er dálítið skrítið að kverinu skuli lokið með teikningu.
Finnur Jónsson tímasetti hana gætilega: „Den er vel fra 14. årh.“ (1931,
xii). Við snögga skoðun á útgáfu Uppsalaeddu frá 1962 ályktaði Guðbjörg
Kristjánsdóttir listfræðingur að teikningin hefði verið gerð meðan síðan
var hrein, en seinna hefði verið farið ofan í línur og þær skerptar.13 Þetta
virðist afar sennilegt.
Og nú liggur beint við að spyrja: Var þá Uppsalagerð Eddu hugsuð frá
upphafi sem tveggja binda verk, liber primus og liber secundus? Við vitum
afar lítið um notkun náms- eða kennslubóka á miðöldum en líklegt má
kalla að þær hafi verið notaðar í kverum, þar sem einn stúdent hefur fengið
lánað hjá öðrum. Edda var námsefni, kennslubók, kannski eina frumsamda
bók þeirrar tegundar í íslenskum miðaldabókmenntum.
12 Hugsanlega bendir þetta orðalag til þess að Snorri sé á lífi og lögsögumaður, og þar með fæst
ritunartíminn 1222–31. Annars væri væntanlega haldið áfram tali lögsögumanna. Á þetta
benti Guðvarður Már mér.
13 Heimild mín fyrir þessu er Guðvarður Már Gunnlaugsson sem hefur verið mér innan
handar við rannsóknina á DG 11 4to.
UPPSALAEDDA, DG 11 4to