Gripla - 20.12.2011, Blaðsíða 19
19
ist með þeim vinátta því að Vigfús er ekki aðeins gerður að skólameistara
latínu skólans á Hólum þetta sama haust,18 aðeins tæplega tvítugur að aldri,
heldur „féll þá mægða hugur með þeim“, eins og Jón Halldórsson orðar það
í Skólameistarasögum sínum (bls. 120). Þorlákur Skúlason kvæntist systur
Vigfúsar, Kristínu, skömmu eftir heimkomuna til landsins. Valgerður,
önnur systir Vigfúsar, varð eiginkona eins af ríkustu mönnum landsins á
þeim tíma, Eggerts Björnssonar á Skarði. Yngri bróðir Vigfúsar, Hákon,
sýslumaður í Bræðra tungu, var kvæntur Helgu Magnúsdóttur, dóttur
Magnúsar Björnssonar, lögmanns á Munka þverá, eins auðugasta manns
landsins. Sonur Magnúsar Björnssonar og bróðir Helgu var Vísi-Gísli
sem reyndi að hefja íslenskar „aðalsættir“ til virðingar, m. a. með riti sínu
„Consignatio Instituti seu Rationes“ (Greinargerð um fyrir ætlun)19 (sjá t.
d. Þórunn Sigurðardóttir 2010). Sjálfur fékk Vigfús göfugt gjaforð. Hann
kvæntist Katrínu Erlendsdóttur (1612–1693) árið 1635, en hún var einbirni
Erlendar Ásmundssonar, sýslumanns á Stórólfshvoli, og konu hans Salvarar
Stefáns dóttur, prófasts í Odda á Rangárvöllum.20
Ólíklegt er að Hallgrímur hafi verið kominn til Hafnar veturinn 1627–
1628, aðeins þrettán ára að aldri. Þó kann að vera að Þorlákur Skúlason,
frændi hans, hafi tekið hann með sér þegar hann fór utan 1627, ef til vill
með það fyrir augum að koma honum í læri til járnsmiðs, eins og ævi-
söguritari Hallgríms, Magnús Jónsson prófessor, lætur sér detta í hug
(1947 I, 32). Einnig er hugsanlegt að Hallgrímur hafi kynnst Vigfúsi
sem nemandi hans í Hólaskóla á tímabilinu 1628–1630, þegar Vigfús var
þar skólameistari, eða a. m. k. verið samtíða honum á staðnum einhvern
hluta þess tíma. Þá var Hallgrímur 14–16 ára að aldri því að hann fædd-
ist árið 1614. Ekki er vitað nákvæmlega hvenær Hallgrímur fór utan en
líklega hefur það verið um þetta leyti eða litlu síðar. Það var árið 1632 sem
talið er að Brynjólfur Sveinsson (1605–1675), síðar biskup, hafi komið
Hallgrími í Vorfrúar skóla í Kaup manna höfn (Magnús Jónsson 1947 I,
18 Hann mun hafa verið skólameistari á Hólum í tvö ár (1628–1630), þá í Skálholti í tvö ár
(1630–1632) en varð þá sýslumaður í Rangárvallasýslu og hálfri Árnessýslu (Jón Halldórsson
1916–1918, 120).
19 Jakob Benediktsson gaf ritgerðina út með íslenskri þýðingu (Jakob Benediktsson 1939,
48–85). Þorvaldur Thoroddsen endursagði efni ritgerðarinnar í Landfræðissögu Íslands II,
124–131.
20 Á Stórólfshvoli er legsteinn Vigfúsar með grafletri á latínu, nokkuð máðu. Það er prentað í
Björn Magnússon Olsen 1897, 34.
UPP SKÝST LÖNGU GLEYMT LISTAVERK