Gripla - 20.12.2011, Blaðsíða 167
167
Loksins er það Irene Ruth Kupferschmied sem í nýlegri rannsókn
sinni á Kristnisögu23 bendir á efasemdir Ólafs og tekur undir þær.
Textafræðin er reyndar ekki aðalviðfangsefni Kupferschmied. Þó rekur
hún helstu rannsóknir á því sviði og skrifar í því samhengi sérstakan
aukakafla um Kristnisögu í Resensbók.24 Þar kveðst hún vilja fara í saum-
ana á röksemdafærslu Jóns Jóhannessonar sem a. m. k. í einu atriði veki
spurningar. Hún tekur upp tvo af þeim textastöðum sem Jón vísar til
og sýnir hvernig þar koma fyrir í öðrum bæði „Kristindomssaga“ og
„Appendix Landnamu in Biblioteca Resenii“, en í hinum „Historia
religionis Christianæ in Islandiam introductæ“ og „Appendix libri orig-
inum Islandicarum membranei“, rétt eins og þetta séu tvær sjálfstæðar
heimildir, Kristnisaga og Landnámuviðaukinn, og megi segja það sama
um önnur dæmi sem Jón færi máli sínu til stuðnings. Því sé ekki að undra
þótt fram komi efasemdir eins og þær sem Ólafur Halldórsson hafi ýjað
að. „Hefði Árni Magnússon virkilega notað tvö ólík heiti á tveimur meira
eða minna samsvarandi textum – og hefði hann raunverulega talið vit í
því að gefa upp tvo í stórum dráttum samhljóða texta sem mismunandi og
sjálfstæðar heimildir?“25
Kupferschmied fer varlega í ályktanir af þessu. Vel megi vera að
Kristnisaga og Landnámuviðaukinn hafi á löngum köflum haft sömu sögu
að segja. En þar sem Árni nefni þessi rit ólíkum nöfnum sé þó nærtækt
að ætla að þar hafi a. m. k. verið um að ræða tvær gerðir textans sem
ekki hafi verið alveg samsvarandi. Fremur megi ætla að „verulegar breyt-
ingar, styttingar og viðbætur“ hafi greint textana hvorn frá öðrum.26 Þrátt
fyrir þennan varnagla, og fleiri sem Kupferschmied slær um textafræði
Kristnisögu, þar sem hún telur ýmsum spurningum ósvarað, gengur hún
þó út frá því að Kristnisaga hafi frá upphafi fylgt Landnámugerð Sturlu
Þórðarsonar og Haukur Erlendsson haft hana þaðan.27
Ég tel efasemdir Ólafs Halldórssonar gefa ástæðu til mun róttæk-
23 Untersuchungen zur literarischen Gestalt der Kristni saga (München: Herbert Utz, 2009).
24 Sama rit: „Exkurs: Die Ks [Kristni saga] in der Sturlubók/Resensbók“, 14–19.
25 Sama rit, 16: „Hätte Árni Magnússon wirklich zwei mehr oder weniger übereinstimmende
Texte unter zwei verschiedenen Bezeichnungen geführt – und hätte er es tatsächlich als
sinnvoll erachtet, zwei in prinzip gleichlautende Texte als unterschiedliche, unabhängige
Quellen anzugeben?“
26 Sama rit, 17. „Größere Änderungen, Kürzungen und Ergänzungen.“
27 Sama rit, 46.
AF RESENSBÓK . . .