19. júní - 19.06.2015, Page 7
Ársrit Kvenréttindafélags Íslands | 5
og ritlist, og greinar um konur í pólitík,
konur á besta aldri, konur með fötlun.
Við lítum til systra okkar í nágrannalönd
unum sem skrifa okkur bréf þar sem
þær greina frá því hvað helst er á baugi
í jafnréttisbaráttunni á Norðurlönd
unum, og við birtum 62 kröfur norrænu
kvenna hreyfingarinnar sem samþykktar
voru í lok kvennaráðstefnunnar Nord
iskt forum sem fram fór í Malmö, Sví
þjóð í fyrra, en 30.000 gestir sóttu þá
ráð stefnu heim.
19. júní, ársrit Kvenréttindafélags
Íslands, kom fyrst úr árið 1951. Það
kemur nú út í sérprenti í fyrsta skipti í
fimm ár. Árið 2011 var ákveðið að hætta
prentaðri útgáfu, og blaðið kom í tvö ár
út sem fylgirit með Fréttablaðinu og tvö
árin eftir það einungis í rafrænu formi.
Í tilefni af þessu mikla afmælisári, þegar
við fögnum því að 100 ár eru liðin frá því
að konur á Íslandi fengu kosningarétt,
að 40 ár eru liðin frá Kvennafrí deginum,
og 20 ár eru liðin frá Pekingsáttmála
Sam einuðu þjóðanna, þá gefum við
þetta blað út í veglegri útgáfu, bæði
prentaðri og á netinu.
Vonumst við til þess að þetta nýja
form eigi framtíðina fyrir sér, að 19.
júní geti verið framtíðarvettvangur fyrir
femínískar greinar um stjórnmál, menn
ingu, list og sögu.
Gleðilegt byltingarár,
Fríða Rós Valdimarsdóttir
formaður Kvenréttindafélags Íslands