19. júní


19. júní - 19.06.2015, Page 19

19. júní - 19.06.2015, Page 19
Ársrit Kvenréttindafélags Íslands | 17 Nú nýlega tóku gildi lög þar sem fyrir­ tækjum er skylt að hlutföll kynjanna í stjórnum þeirra skuli jöfn. Það dettur engum í hug að setja lög um kynjakvóta í listum. Af hverju ekki? Listin er kynlaus, segir einn. Ekki er hægt að smætta fagurfræði listar­ innar niður í hlutföll og tölfræði, segir annar. Gæði listaverka felst í huglægum tengslum áhorfandans og listamannsins, snilli gáfan er óræð, segir sá þriðji. Nei, ekki er það alveg svo. Það er ekki hægt að rífa listsköpun úr sam­ hengi við samfélagið, og leið sumra lista manna – þá sérstaklega lista kvenna – til listaðdáandans er oft þyrnum stráð. Tónlistariðnaður nútímans er gegn­ sýrður af aldagömlum hugmyndum, karltónskáldið ræður enn ríkjum og setur tóninn kynslóð eftir kynslóð. Konur fá aðeins 10% stefgjalda Á öldum áður þóttu konur ekki hafa hæfileika til að iðka tónlist. Það eimir enn af þessari hugmynd í tónlistar­ heiminum, en kvenhöfundar tónlistar á Íslandi fá tæplega 10% af útgreiddum stefgjöldum þrátt fyrir mikla grósku í tónlistarlífinu almennt. Hlutföllin eru svipuð um heim allan, einna hæst í Bret­ landi – um 28%. Við erum margar tónlistarkonurnar hér á Íslandi. En þrátt fyrir fjöldann allan af tónlistarkonum og gríðarlega grósku í tónlistarlífinu, þá fáum við konur aðeins tæplega 10% allra stef gjalda sem greidd eru af hendi STEF, sambands tónskálda og eigenda flutningsréttar. Kvenflytjend­ ur eru alls skráðir 18% í STEF. Konur fá borguð lægri stefgjöld en karlar vegna þess að verk kvenna eru spiluð sjaldnar en verk karla í miðlum landsins. Fæð kvenna sem skráðar eru hjá STEF á sér ýmsar skýr­ ingar, færri konur semja opinberlega, færri konur eru á bak við takkana, hlutfalls lega fáar konur eru í hverri hljómsveit. Félag kvenna í tónlist stofnað KÍTÓN – Félag kvenna í tónlist var stofnað 12. desember 2012. Stofnend­ ur KÍTÓN voru greinarhöfundur ásamt þeim Láru Rúnarsdóttur, Ragnheiði Gröndal og Gretu Salóme Stefánsdóttur, en í dag eru níu konur í stjórn, úr öllum geirum tónlistarinnar. Félagskonur eru 243 talsins þegar grein þessi er skrifuð. Sumir hafa spurt: Af hverju þarf að stofna samtök eins og KÍTÓN – er ekki fullt af tónlistarkonum á Íslandi, allt í blússandi gengi? En þarna liggur ein­ mitt svarið: af því að það er fullt af tón­ listarkonum á Íslandi, þá þurfum við að skapa okkur rými og ekki síður tengjast og kynnast. Við tónlistarkonur vinnum oftar með körlum en konum, mjög hæfi leikaríkum körlum að sjálfsögðu, en við stelpurnar kynnumst síður inn­ byrðis. Vettvangur eins og KÍTÓN býr til samböndin þar sem tónlistarkonur geta endur speglað sig í kynsystrum sínum, notið stuðnings, og sáð fræjum og ýtt úr vör sköpunarkraftinum. Konur sem gerendur og höfundar í sinni eigin tónlistarsköpun eru langt á eftir körlunum þegar kemur að hvatn­ ingu, tengslaneti, uppeldislegri hvatn­ ingu, kvenfyrirmyndum í hljóðfæraleik og áfram má lengi telja. Kvenflytjendur hafa það ágætt á meðan þeir syngja lög og tónlist eftir aðra höfunda, höf­ unda sem oftar en ekki eru karlar. Hinar streða sem ákveða að flytja eigin verk, en þau verk njóta ekki sama aðgengis og verk karla. Arnar Eggert Thoroddsen tónlistar­ gagnrýnandi á Morgunblaðinu í áraraðir hefur tekið kúvendingu í hugarfari sínu og markvisst tekið sig á í þessum efnum eins og sjá má á skrifum hans undan­ farið. Hann nefnir mikilvægi þess að vera vakandi og meðvitaður í þessum efnum. Þetta telur hann að komi með þjálfun og hann veit fullvel að þetta kemur
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.