19. júní


19. júní - 19.06.2015, Page 33

19. júní - 19.06.2015, Page 33
Ársrit Kvenréttindafélags Íslands | 31 Guerrilla Girls hafa í þrjátíu ár barist fyrir jafnrétti í listheiminum. Þess vegna var afar viðeigandi að nýtt verk þeirra, sem sérstaklega var unnið fyrir Listahátíð í Reykjavík 2015, væri af hjúp að á opnun­ ardegi hátíðarinnar, 13. maí, en verk kvenna voru í forgrunni á hátíð inni í ár. Guerrilla Girls er enginn hefðbund­ inn listahópur. Þetta er hópur kvenna sem frá upphafi hafa borið grímur þegar þær koma fram. Orðið „guerril­ la“ þýðir skæruliði en fljótt fór að bera á þeim misskilningi að þær kenndu sig við górill ur og þótti þeim því tilvalið að birgja sig upp af górillugrímum. Það eru einmitt tvær konur með górillugrímur sem taka á móti mér á Hót el Marína þar sem ég hef mælt mér mót við tvær af þeim listakonum og aktívist­ um sem skipa Guerrilla Girls. Til að ein­ falda málin eilítið þar sem þær nota ekki sín eigin nöfn ákváðu þær að kenna sig við látnar listakonur. Það eru því „Käthe Kollwitz“ og „Frida Kahlo“ sem taka í höndina á mér, og kynna sig sem Fridu og Käthe eins og ekkert sé eðlilegra. Ég var búin að búa mig undir að þetta yrði eilítið skrýtið viðtal, svona þar sem ég sá bara rétt glitta í augu viðmælendanna í gegn um göt á grímunum, en um leið og þær byrjuðu að tala varð þetta bara svo sjálfsagt. Samviska listheimsins Um sextíu konur hafa starfað með Guerrilla Girls frá upphafi, mislengi þó, en alltaf er þar ákveðinn kjarni. Käthe og Frida eru hluti af þeim konum sem upphaflega stofnuðu Guerrilla Girls. Þær komu fyrst saman árið 1985 þegar þeim ofbauð rýr hlutur kvenna á yfirlits­ sýningu á MoMA – Museum of Modern Art í New York yfir það sem þótti bera af það árið í samtímalist á heimsvísu. Á sýningunni voru verk 165 listamanna, þar af aðeins 17 kvenna. Guerrilla Girls kalla sig „samvisku listheimsins“ og eru afdráttarlausar þegar kemur að mismunun og spillingu í listum, pólitík og poppkúltúr. Verk þeirra eru í eigu margra helstu lista­ safna heims, á borð við Centre Pom p i­ dou í París, Museum of Modern Art í New York, Reina Sofia í Madrid og Tate Modern í London. Þær eru höfundar límmiða, auglýsingaspjalda, götuverka og fjölda bóka. Auk þess að gera listaverkið fyrir Listahátíð í Reykjavík héldu Guerrilla Girls fyrirlestur í Bíó Paradís þar sem þær fjölluðu um hugmyndavinnuna á bak við verk sín. En hvaðan kom hugmyndin að verkinu fyrir Listahátíð? „Okkur var mjög brugðið þegar við komumst að aðeins 13% fjármagns Kvikmyndamiðstöðvar Íslands rennur til kvenna en 87% til karla,“ segir Käthe. Verkið unnu þær að beiðni Listahátíðar og fóru þær samstundis að afla sér upp­ lýsinga um stöðu kvenna í íslenskum list­ heimi. „Íslenskar konur standa mjög vel á mörgum sviðum og það stakk hrein­ lega í augun hversu mikil mismunun á sér þarna stað,“ segir Frida. Guerrilla Girls nota tölfræði mikið í sínum verkum og hafa einnig sett upp fjölda veggspjalda. Á veggspjaldinu er síðan settur upp spurningaleikur með „dass“ af svörtum húmor. Varla hefði verið hægt að velja meira áberandi stað fyrir verkið, sem sett var upp á útveggj ­ um Kolaportshússins við Tryggvagötu, en gríðarlegur fjöldi fer þarna framhjá daglega; akandi, hjólandi eða gang andi. Gestir í tónlistarhúsinu Hörpu komust heldur ekki hjá því að sjá verkið ef þeir bara horfðu í rétta átt. „Við vildum ögra peningavaldinu með þessu verki. Það er um augljósa mismunun þegar kemur að úthlutunum úr sjóðum Kvikmynda­ miðstöðvar og við vildum hreinlega kenna þeim lexíu sem úthluta úr sjóðn­ um,“ segir Käthe.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.