19. júní


19. júní - 19.06.2015, Síða 43

19. júní - 19.06.2015, Síða 43
Ársrit Kvenréttindafélags Íslands | 41 Ég man vel þegar ég leit hand rita­ geymslu Landsbókasafns Íslands fyrst augum. Ég gekk full eftirvæntingar niður í kjallara Þjóðarbókhlöðunnar, inn í geymslu á bak við þykka stálhurð. Þegar ég kom inn greip mig sérstök tilfinning. Þarna inni voru langir rekkar af hand­ ritum sem hafa verið í eigu Íslend inga í gegnum aldirnar. Innst inni í salnum voru bækur sem höfðu verið prentaðar allt frá upphafi prentverks á Íslandi. Þar fyrir framan, í mörgum hillu­ röðum sem hægt er að renna fram og til baka, voru óprentuð handrit eftir Íslendinga. Ég var forvitin að kanna inni hald og uppruna þessara handrita. Voru þetta handrit í eigu almennings eða embættis manna, kvenna eða karla? Hvaða sögu hafa þessi óprentuðu hand­ rit að segja okkur? Og hvaða sögu geta þessi handrit sagt okkur um ævi og menn ingarlíf kvenna á Íslandi síðustu alda? Ég fékk leyfi til þess að skoða eitt handrit og var það valið af handahófi, þó með það í huga að í því leyndist verk eftir konu. Handrit kvenna í íslenskum bókasöfnum Á þessu ári er þjóðarátak í söfnun á skjölum kvenna. Af því tilefni eru lands­ menn hvattir til þess að kíkja í gömul gögn og athuga hvort ekki leynast gim­ steinar þar á meðal sem tengjast störf­ um kvenna. Talið er að slík gögn hafi almennt skilað sér illa inn á söfn lands­ manna og er það miður. Ef sú er raunin að handrit kvenna hafi skilað sér illa til safnanna, spegla þau handrit sem geymd eru í deildinni aðeins karllægan þátt veraldarinnar? Hvað segja rannsóknir um þátt kvenna í handritamenningunni? Voru konur ólæsar og óskrifandi eins og haldið hefur verið fram eða tóku þær meiri þátt í henni en áður var talið? Hér er mörgum spurningum ósvarað. Lítum rétt á tvær rannsóknir í þessu sambandi. Margrét Eggertsdóttir hefur lagt margt til málanna um varðveislu hand­ rita eftir konur. Í grein sinni „Um kveðskap kvenna og varðveislu hans“ sem birtist í Vefni 1999 segir Margrét að rannsóknir hafi sýnt fram á að konur hafi komið oft við sögu í handritum og að sum handrit hafi verið í eigu þeirra. Einnig er talið að konur hafi haft áhrif á það sem skrifað var upp og raðað saman í handritunum. Enskar rannsóknir sýna að konur hafi gegnt mikilvægu hlut­ verki í handritasögu, en þær áttu erfitt með að fá verk sín prentuð og handrit þeirra voru persónulegri og fjölluðu frekar um einkalíf, fjölskyldu og heimili. Það er miður að bókmennta­ fræðingar síðustu áratuga hafa gefið skakka mynd af hlut kvenna í rit­ menning unni, einvörðungu vegna þess að rannsóknir þeirra hafa snúið meira að prentuðu efni en óprentuðu. Þegar litið er á óprentuð handrit kemur í ljós að konur hafa tekið meiri þátt í rit­ menningu fortíðarinnar en áætlað var. Mörg handrit voru í eigu kvenna hér á Íslandi vegna þess að konur erfðu frekar handrit og lausafé, en karlar fasteignir, jarðir og býli. Konur voru þó sjaldan nefndar höfundar að þeim verkum sem handritin geyma, en rannsóknir benda til að karlar hafa löngum ríkt yfir hinu ritaða orði. Guðrún Ingólfsdóttir hefur rann­ sakað handrit Íslendinga og greinir frá þeim í bókinni Í hverri bók er manns andi árið 2011. Bókin fjallar um tilurð og uppbyggingu handrita sem Íslend ingar hafa skilið eftir sig. Guðrún skoðaði handrit frá 18. öld hér á Íslandi, þegar ný heimsmynd var að taka við af eldri heimsmynd. Rannsóknin tók mið af ólíkri menntun manna, en með því er hægt að mynda sér skoðun á því hvað hafi haft áhrif á efnisval og form hand­ ritanna.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.