19. júní


19. júní - 19.06.2015, Page 49

19. júní - 19.06.2015, Page 49
Ársrit Kvenréttindafélags Íslands | 47 Dæmin sýna að töluverður árangur hefur náðst í jafnréttisbarátt unni hér ­ lendis og víðar, þótt flestir getir verið sammála um enn sé langt í land í átt að fullu jafnrétti. Á meðan konur hafa ekki náð jöfnum launum á við karla verða við lýði viðteknar hugmyndir um hlutverk kvenna. Þá eru réttindi karla ekki síður mikilvæg, en sem dæmi má nefna að hallað hefur á karla í forræðismálum við skilnað hjóna. Við lifum á miklum umbrota tímum í jafnréttisbaráttunni. Nú er kona til dæmis í framboði til valdamesta emb­ ættis hins vestræna heims, barns hafandi kona var í framboði til forseta Íslands í síðustu forsetakosningum og kona í krabbameinsmeðferð var nýlega valin í ráðherraembætti á Íslandi. Í öllum þessum tilvikum eru það hæfileikar þessara einstaklinga sem eru í forgr unni, ekki kyn eða ástand. Þessum konum er treyst til að taka ákvörðunina sjálfar og afl eið ingum hennar, hverjar sem þær kynnu að verða. Þetta hefði verið óhugs­ andi fyrir aðeins örfáum áratugum síðan, alveg eins og óhugsandi hefði verið að svartur maður myndi setjast í embætti forseta Bandaríkjanna, sama embætti og kona sækist nú eftir. Að framansögðu er ljóst að árang­ ur hefur náðst sem gott er að minna sig á og meta. Það er fyrir tilstuðlan seiglu og fórnfýsi þeirra sem á undan gengu að árangur náðist og nú er framtíðin í okkar höndum. Áfram þarf að stuðla að hugarfarsbreytingu og við verðum að muna að það er hagur allra að jafna hag og kjör og tryggja jafnrétti, og þá ekki síst eldri borgara. Allir vilja eldast en… Í sumum samfélögum öðlast fólk virðingu með aldrinum en víðast í hinum vestræna heimi virðist nánast skömm fólgin í að eldast. Allir vilja ná hærri aldri, en bara „einkennalausir“. Hillary Clinton sagði á einum framboðsfund­ inum að hún hefði tekið eftir því að sitj­ andi Bandaríkjaforsetar hefðu gránað áberandi á forsetastóli og orðið líkari húsinu sem þeir ynnu, Hvíta húsinu, á litinn. Hún bætti síðan við að kjósendur hennar þyrftu ekki að hafa áhyggjur af því hvað hana varðaði, því hún væri búin að lita hár sitt í mörg ár og myndi ekki hætta því. Clinton er fædd 1947 og er því 68 ára gömul. Hún kýs að sjá spaugilegu hliðina á því að eldast um leið og hún nýtir reynsluna sem hún hefur safnað í lífinu í því sem hún vill taka sér fyrir hendur í framtíðinni. Kyn eða litur skiptir ekki máli. Ef náttúran fær að ráða göngum við mannfólkið öll sömu leið og finnum fyrir sömu líkamlegu einkennunum eftir því sem árin færast yfir. Óttinn við að eldast felst öðrum þræði í að missa líkamlega getu en ekki síður hræðslu við tilgangsleysi og einmanaleika. En ráðið gegn þessum ógnum getur meðal annars falist í jafnrétti kynjanna! Vildum byrja á byrjuninni „Stórt innlegg í jafnréttisbarátt­ una var að átta okkur á því að ala strákana öðruvísi upp en foreldrar okkar gerðu,“ segir Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Félags eldri borgara, en að hennar mati skiptu aukin tengsl feðra við börn sín sköpum þegar kom að því að jafna rétt kynjanna. Þórunn hefur tekið þátt í jafnréttis­ baráttunni allt frá 1985 þegar hún sett­ ist í ’85 nefndina sem varð til vegna 10 ára afmælis kvennafrídagsins. Hún sat síðan sem fulltrúi fyrir ASÍ í Jafnréttis­ ráði í mörg ár. „Við vildum byrja á byrjuninni og hvöttum konur til að ala strákana sína upp með öðrum áherslum en hafði verið gert,“ segir Þórunn. „Við vissum
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.