19. júní


19. júní - 19.06.2015, Síða 75

19. júní - 19.06.2015, Síða 75
Ársrit Kvenréttindafélags Íslands | 73 19. júní fékk í heimsókn til sín nokkra einstaklinga til að ræða karlmennskur og jafnréttismál, þátttöku karlmanna í femínískri umræðu og hlutverk þeirra í jafnréttisbaráttunni almennt. Þetta voru Bjarni Þóroddson, akt­ ívisti sem hefur verið virkur í stjórn­ mála hreyfingu og Femínistafélagi Ís l­ ands; Guðmunda Smári Veigars dóttir, hin seginn aktívisti og kokkur sem skil greinir sig ekki út frá tvenndar­ kerfinu og notar fornafnið hé; Víðir Guðmunds son, leikari, rennismiður og kennari sem hefur lengi haft áhuga á jafnréttismálum; og Yousef Ingi Tamimi, hjúkrunarfræðingur og baráttumaður fyrir jafnrétti. Karlar og femínisminn Við byrjum á því að ræða hlutverk karlmanna í jafnréttisbaráttunni og femínískri umræðu. Öll eru sammála um að margt hefur breyst undanfarin ár, jafnvel bara síðustu tvö árin, og að meðvitund karlmanna um þessi málefni sé orðin miklu meiri. Að sumu leyti er það orðið sjaldgæfara að heyra afturhaldssöm viðhorf sem gera lítið úr „þessu væli“ og því að karlmenn séu að blanda sér í þessa umræðu. „Maður heyrir þetta minna og það segir mér það þeir vita að þetta er vitleysa, því það eru svo margir sem eru orðnir upplýstir,“ segir Víðir. „Þeir komast ekkert upp með karlrembu og kvenfyrirlitningu. Til dæmis í fjölsk­ ylduboði, þá er bara sagt „pabbi, afi eða hver sem er, hættu þessu bulli.“ “ Guðmunda er sammált um að þetta hafi minnkað, en segir að „um leið og maður er orðinn yfirlýstur femínisti, þá heyrir maður ekki umræðuna, fólk bara veit af því og þá bara forðast það að tala um þetta.“ Víðir ber þetta saman við frétta­ rásina á Fésbók. „Þú færð bara að sjá það sem er í samræmi við þín áhugamál, athugasemdir og það sem þér líkar við. Fésbók skammtar hvað maður sér og ekki sér og þá fær maður falska sýn á veruleikann. En svo labbar þú inn á dekkja verkstæði, eins og ég gerði með dóttur minni einu sinni, og þar inni á skrif stofunni blasti við plakat af konu með olíukönnu, að hella olíu yfir brjóstin á sér.“ Mótspyrna er víða enn til staðar og einnig á meðal ungs fólks. Fyrir suma er enn mjög neikvætt að vera femín­ isti. Bjarni tekur samt fram að „eins og baráttan er sjálfsögð fyrir okkur, þá held ég að hún sé enn sjálfsagðari fyrir ungt fólk og þau eru þess vegna kannski minna að pæla í því. En þau eru samt, „Já, að sjálfsögðu er ég femínisti.“ Þó að viðhorfið sé að jafnréttisbaráttan sé nauðsynleg, þá er oft gert lítið úr henni, til dæmis: „af hverju er þetta svona mikið mál, það er kannski eitthvað smá eftir. Af hverju ertu ekki bara að vinna að þessu hægt og rólega, róum okkur aðeins.“ “ Víðir vill meina að auðvitað ættu karlmenn að vera fullvirkir í barátt­ unni, en þar sem þeir njóti forréttinda sem karlmenn, þá sjá þeir sig ekki endi­ lega knúna til þess. „Mín upplifun af karlmönnum í kringum mig er að margir kveikja ekkert á perunni fyrr en þeir fara að eignast börn. Þeir eignast stelpu og þá fara þeir allt í einu að spá í að það eru ekki sömu tækifæri sem bíða, það eru lægri laun, erfiðara að fá góðar stöður, og það er komið öðruvísi fram við þær.“ Staðalímyndir takmarka okkur Ein birtingarmynd kynjamisréttis sem öll hafa miklar áhyggjur af eru þau sterku kynjuðu skilaboð sem ungir krakkar fá að heyra. „Þegar þú ert fullorðin, þá getur þú brotið normin,“ segir Guðmunda. En fyrir krakka virðist sveigjanleikinn vera mun minni. Þetta kemur mjög skýrt fram
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.