19. júní


19. júní - 19.06.2015, Page 76

19. júní - 19.06.2015, Page 76
74 | 19. júní 2015 í leikfangaauglýsingum. „Ég er stelpa og þá á mér að finnast bleikt flott, en strákar mega ekki fíla bleikt. Og það sem verst er, krakkarnir sem passa ekki inní þessi box, þau verða fyrir því,“ bætir hé við. Víðir lýsir því þegar hann var að vinna í leikskóla og mætti einn daginn í bleikum bol. „Þriggja ára snáði horfir uppá mig með svip og segir með yfirlætistóni: „Þú ert í bleikum bol, þú ert eins og stelpa.“ Og einhvern veginn var það niðurlægingin, að vera eins og stelpa. Hann var bara alveg búinn að ná þessu.“ „Við eigum að hætta að kyn­ væða börn,“ segir Guðmunda. „Í fyrsta lagi eru þetta bara krakkar og það á að leyfa börnum að gera það sem þau vilja og leyfa börnunum bara að vera börn þangað til að þau verða eldri.“ Þó að svigrúmið sé kannski meira meðal fullorðinna, þá birtast þessar staðalímyndir enn mjög skýrt meðal þeirra. Þetta getur haft áhrif á suma karlmenn. „Maður sér að þeir sem eru fastastir í þessum kynjamyndum, þeir eru bara í fangelsi,“ segir Víðir. „Þeir eru svo heftir, þeir bara geta ekki átt eðlileg samskipti, geta ekki talað um tilfinningar, geta ekki sýnt tilfinningar. Þetta bitnar bara á þeim sjálfum, þeir eru fangar karlmennskuímynda, þeir komast ekki út úr þeim.“ Þessar takmarkandi birtinga myndir kynjakerfisins birtast á ýmsa vegu, karl­ menn og konur verða að upp fylla ákveðin hlutverk og sýna ákveðna hegðun. Og stundum geta þessar staðalímyndir verið mjög mótsagna kenndar. Körlum leyfist nú að vera með pabbabumbu en konur mega ekki vera með mömmukropp. Forréttindi karla Eru karlmenn orðnir meðvitaðri um stöðu sína í samfélaginu og forrétt­ indi? Hvernig er hægt að breyta við horf­ um karlmanna í samfélaginu, að gera karlmenn meðvitaðri um forréttindi sín? „Þú þarft að vera ótrúlega öflugur persónuleiki til að byrja að efast um allt sem þú telur vera sjálfsagt og komast aðeins út fyrir þennan ramma,“ segir Yousef. „Það er margt sem ég átta mig á, en margt sem ég geri mér engan veginn grein fyrir.“ Það er afskaplega mikilvægt að ræða við aðra sem hafa ekki sömu for­ réttindi og við sjálf. Víðir segist hafa áttað sig á eigin forréttindum með því „að hlusta og taka konur trúarlegar um sinn reynsluheim. Til þess að byrja með, þá þarf maður bara að byrja á að hlusta, af því að ég hef engar forsendur til þess að dæma eða meta mín forrétt­ indi, ég var alinn upp í einhverjum heimi og maður veit ekkert hvar maður á að byrja.“ Mikilvægt er að átta sig á því að forréttindi eru margbrotin og mismun­ andi, ekki einföld, og að forréttindi eru oft háð samhengi. „Ég hélt að ég væri meðvitað um forréttindi mín almennt, og var búið að vinna mikið í því áður en ég fór að nota nafnið Guðmunda,“ segir Guðmunda. „Eitt af forréttindunum sem karlar hafa er skegg. Ég er með skegg sjálft, og ég man eftir því þegar ég gat loksins verið með alvöru skegg, þá allt í einu hlustaði fólk á mig. Ég sleppti því að raka mig fyrir suma fundi, því þá var hlustað á mig. Þannig að þetta er ekki endilega beint bundið við karlmennsku, það er bara stundum bundið við litla hluti eins og skegg.“ Við þurfum að þekkja okkur sjálf Öll eru sammála því að það þarf mikið til þess að fólk átti sig yfirleitt á því hvaða forréttindi það hefur. „Þegar maður fær upplýsingarnar og gerir sér grein fyrir þeim, til dæmis að karlmenn ávarpa frekar aðra karl­
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.