19. júní


19. júní - 19.06.2015, Side 96

19. júní - 19.06.2015, Side 96
94 | 19. júní 2015 efnahags legu sjálfstæði og tryggja sér örugga framfærslu. Nokkrar ástæður eru munur á atvinnu þátttöku kynjanna, lífskjörum, starfsaðstæðum, launum og lífeyrisgreiðslum. Færri konur en karlar eru í hálaunuðum störfum og hærra hlutfall kvenna er í hlutastarfi – þó hlut­ fallið sé breytilegt á Norðurlöndunum. Hlutastörf eru viðtekin venja í vakta störfum þar sem konur eru í meiri­ hluta, svo sem í hjúkrun og öðrum um­ önn unar greinum og í þjónustu störfum svo sem í verslunum og á hótelum. Það sama á ekki við um vaktastörf þar sem karlar eru í meirihluta starfsfólks. Hlut­ fall kvenna sem vinnur í hluta starfi eða sem býr við lítið starfsöryggi eins og í afleysinga vinnu, íhlaupavinnu eða vinnu með tímabundna ráðningu hefur aukist á undanförnum árum. Önnur ástæða fyrir slæmu efnahagslegu sjálf­ stæði kvenna er hversu lág launin eru í hefðbundnum kvennastarfsgreinum. Erfið leikarnir við að samræma fjöl­ skyldu­ og atvinnulíf hafa meiri áhrif á konur en karla. Samfélagslegar vænt­ ingar um meiri notkun kvenna en karla á fæðingarorlofi hafa marktæk áhrif á laun allra kvenna. Launamunur kynjanna hefur staðið í um 15% undanfarin 20–30 ár, þegar hlutastörf hafa verið uppreiknuð í fullt starf. Norðurlöndin eru langt frá því að hafa náð launajafnrétti kyn janna. Í alþjóðlegum samanburði kemur í ljós að konur á Norðurlöndunum eru virk­ ari á vinnumarkaði en konur annars staðar í heiminum. Þetta hefur náðst vegna samstöðu um að opinber fram­ lög eigi að renna til barnagæslu og um­ önn unar sjúkra og aldraðra. Það er afar mikilvægt að varðveita og styrkja þá stefnu. Meirihluti fátækra lífeyrisþega á Norðurlöndunum eru konur. Auk þess geta ungar konur í dag búist við lágum lífeyrisgreiðslum vegna lágra tekna, meiri fjarveru frá vinnu og styttri þátttöku á vinnumarkaði vegna þess hvernig lífeyris kerfið er uppbyggt. Konur stunda nám í meira mæli en karlar og eru meirihluti þeirra sem út skrif ast með háskólapróf í dag. Rannsóknir sýna að laun kvenna eru lægri í saman burði við laun karla með sam bærilega menntun, sem skýrist af mismunandi verðmætamati á vinnu kvenna og karla. Kvennanefnd Sam­ einuðu þjóðanna hefur ítrekað gagn­ rýnt þá staðreynd að aukin menntun kvenna hefur ekki leitt til jafnari stöðu kynjanna, hvort sem um er að ræða innan háskólasamfélagsins eða á vinnu­ markaðnum almennt. ViÐ KREFJuMST ÞESS: AÐ réttur kvenna til jafnra launa, jafnra tækifæra til starfsframa og til að sjá sér farborða verði tryggður með skýrum aðgerðum. Að norrænu ríkisstjórnirnar, samtök atvinnu rekenda og stéttarfélög vinni saman að því að skapa viðun andi lífskjör sem taka mið af fjölskyldu­ lífi og raunverulegum aðstæðum á vinnu markaði. Að réttur til fulls starfs verði tryggður með lögum eða í kjara­ samningum í þeim löndum þar sem hluta störf kvenna eru viðtekin venja, og að möguleikinn á hlutastarfi verði til staðar en starfsöryggi sé tryggt og settar séu reglur um afleysingastörf, tíma bundin störf og íhlaupavinnu til að koma í veg fyrir misnotkun. AÐ norrænu ríkisstjórnirnar forgangsraði uppbyggingu þannig að fjárhagslegt sjálfstæði eftir starfslok verði tryggt. AÐ norrænu ríkisstjórnirnar innleiði fæðingarorlofskerfi sem leiðir til jafnrar ábyrgðar kvenna og karla við um önn­ un barna og tryggi hágæða opinbera barna gæslu og þjónustu við aldraða. AÐ viðkomandi ríkisstofnanir tryggi að námsefni sé í hvívetna gæðavottað út frá kynja­ og jafnréttissjónarmiðum og að farið verði í aðgerðir til þess að brjóta upp
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.