19. júní - 19.06.2015, Side 97
Ársrit Kvenréttindafélags Íslands | 95
hefðbundið náms og starfsval kynjanna.
AÐ norrænu ríkisstjórnirnar setji í for
gang aðgang kvenna að vísinda störf
um. Fjármögnunarleiðir með á hers lu
á öndvegis styrki mega ekki flytja fjár
magn frá sviðum þar sem konur eru í
meiri hluta nemenda og rannsakenda.
Tryggja skal námsleiðum kvenna, óháð
sérhæfingu, jafnan aðgang að fjár
magni og öðrum aðföngum.
Ofbeldi gegn konum
og stúlkum
Kynferðisleg áreitni, andlegt og
líkamlegt ofbeldi, nauðganir, sifja spell,
yfirráð, hótanir, limlestingar á kyn
færum, nauðungarhjónabönd, heiðurs
tengt ofbeldi, klám, vændi, man sal og
morð eru öll hugtök sem lýsa víðtæk um
afbrotum sem framin eru gegn konum
og stúlkum út um allan heim. Ofbeldi
gegn konum er mannréttinda mál, lýð
ræðis mál, jafnréttismál, sakamál og lýð
heils u mál. Með öðrum orðum, of beldi
gegn konum er stórt sam félags legt
vand amál á Norðurlöndunum.
Ofbeldi gegn konum og stúlkum er
afleiðing af formgerð kynjaðs valdasam
félags sem endurspeglar hefðbundna
sýn á kvenleika og karlmennsku. Við
höfum áhyggjur af því að Norður löndin
hafa í síauknum mæli tekið í notkun
kenningar og aðferðir sem eru kynhlut
lausar. Aðgerðir til að koma í veg fyrir
ofbeldi áður en það á sér stað hafa
ekki fengið nægilega athygli, hvorki á
Norðurlöndunum né á alþjóðavettvangi.
Ágengni kynlífsiðnaðarins og
skipu lögð glæpa starfsemi sem tengist
mansali kvenna og barna eru ógn við
lýðræði, tjáningarfrelsi og lagaleg rétt
indi kvenna. Á Norðurlöndunum er vax
andi fjöldi kvenna af erlendum uppruna
í vændi. Sá munur sem er á milli þeirra
metnaðarfullu pólitísku markmiða sem
við höfum sett okkur og þeirra breytinga
sem við höfum gert á framkvæmdakerf
inu til að uppfylla þessi sömu markmið
er áhyggjuefni. Margir gerendur sleppa
án refsingar, á meðan hjálp og vernd
fyrir þolendur ofbeldis skortir.
Konur í umönnunar og þjónustu
störfum eru oft beittar ofbeldi í starfi
sínu, meðal annars vegna skorts á
öryggis reglum og starfsfólki.
ViÐ KREFJuMST ÞESS:
AÐ norrænu ríkisstjórnirnar fullgildi
samning Evrópuráðsins um að koma í
veg fyrir og berjast gegn ofbeldi gegn
konum og heimilisofbeldi (Istanbúl
samningurinn 2011). Fræða þarf starfs
fólk lögreglu og dómskerfisins um
ofbeldi gegn konum og veita þarf fjár
magn í forvarnir og saksókn glæpa gegn
konum.
AÐ sérhver Norðurlandaþjóð skipi
sjálf stæðan innlendan skýrslugjafa um
mansal sem vinnur með frjálsum félaga
samtökum og sérstaklega með sam tök
um kvenna.
AÐ norrænu ríkisstjórnirnar styrki aðila
sem vinna að réttindum kvenna til að
lifa frjálsar frá ofbeldi og veita full nægj
andi og stöðugt fjármagn til starfsemi
þeirra, sérstaklega til kvennaathvarfa.
Við þurfum langtíma og heildstæða
aðgerðaáætlun, með skýrum mark
miðum og fullnægjandi fjármagni, til
að koma í veg fyrir kynbundið ofbeldi,
draga úr ofbeldi karla gegn konum og
vernda viðkvæma hópa kvenna.
AÐ norræn stjórnvöld ráðist að rótum
vandans þegar kemur að ofbeldi og mis
notkun. Við leggjum til að farið verði í
fyrirbyggjandi herferðir á landsvísu þar
sem samfélagið sýnir að ekkert um
burðar lyndi er gagnvart ofbeldi og mis
notkun og vinnur gegn því að þol and inn
beri skömmina. Það verður að leggja
áherslu á orsakir ofbeldis og misnotk
unar. Ástæður þess að konur leiðast út í
vændi verða einnig að vera hluti af her
ferðinni. Upplýsingar um mannréttindi