19. júní - 19.06.2015, Side 102
100 | 19. júní 2015
Konur eru líklegri til að hætta
í stjórn málum en karlar. Til þess að
trygg ja virka og fulla þátttöku kvenna
í ákvarðanatöku er nauðsynlegt að
athuga allar aðstæður ákvarðanatöku
sem og mismunandi formgerðir stjórn
málaþátttöku. Norræna kvennahreyf
ingin kallar eftir heildrænum og virkum
aðgerðum til að uppfylla skuldbindingar
okkar í Pekingsáttmálanum.
Stjórnmálakonur hafa greint frá
mismunandi aðferðum sem beitt hefur
verið til að gera lítið úr þeim, háðs
glósum, tómlæti og áreitni. Þess háttar
ofsóknir eru algjörlega óásættanlegar
í lýðræðislegu samfélagi. Fjölmiðla
umfjöllun um konur í stjórnmálum hefur
verið gagnrýnd fyrir að vera bundin
klafa hefðbundinna staðalímynda kynj
anna. Það er nauðsynlegt að konur
taki þátt á öllum sviðum samfélagsins.
Nauðsynlegt er að tryggja nægilegt fjár
magn þeim starfsgreinum sem konur eru
fjölmennar í, eins og í leikskólakennslu
og umönnunarstörfum, og viður kenna
mikilvægi þessara starfsgreina fyrir sam
félagið. Þetta þýðir að nauðsynlegt er
að beita aðferðum kynjaðrar fjárlaga
gerðar bæði á landsvísu og á sveitar
stjórnar stigi.
ViÐ KREFJuMST ÞESS:
AÐ norrænu ríkisstjórnirnar setji skýr
markmið um raunhæfa möguleika
kvenna til að nýta réttindi sín og taki
sérstaklega tillit til þarfa þeirra hópa
sem standa höllum fæti í samfélaginu.
Stjórnvöld skulu setja í forgang að gerðir
gegn hatursorðræðu á veraldar vefnum,
og gegn áreitni og árásum á stjórnmála
konur og aðrar konur á opinberum vett
vangi.
AÐ jöfn þátttaka kvenna og karla
sé tryggð á þjóðþingum og í sveitar
stjórnum, í opinberum nefndum, vinnu
hópum og sendinefndum, til að mynda
með því að beita kynjakvóta.
AÐ stjórnvöld, sveitarstjórnir, fjölmiðlar
og hópar tengdir fyrirtækjum leiti eftir
sérþekkingu kvenna og að sérfræði
þekking kvenna sem tilheyra minnihluta
hópum fái áheyrn.
AÐ konur séu fulltrúar á öllum sviðum
samfélagsins og þátttakendur í öllum
ákvörðunum, þar á meðal í efnahags
málum og í viðskiptum.
AÐ stéttarfélög axli ábyrgð á því að skipa
fleiri konur í stjórnunarstöður í stéttar
félögum, starfsgreinasam böndum og
sam tökum atvinnurekenda.
AÐ kosninganefndir og aðrir opin berir
aðilar sem skipa í störf og hópa beiti
skýrum og gagnsæjum mælikvarða sem
mismunar ekki konum, og að verkefnum
sem þjálfa konur í stjórnmálum sé komið
á laggirnar til að auka þátttöku kvenna
í stjórnmálum og koma í veg fyrir að
konur hætti í stjórnmálum.
Samþætting kynja- og
jafnréttissjónarmiða
Kynjasamþætting er aðferð til þess
að skapa samfélag þar sem jafnrétti kynj
anna ríkir og er þessi aðferð sem rauður
þráður í gegnum Pekingsáttmálann.
Kynjasamþætting tryggir að þarfir og
reynsla kvenna og karla sé grunnurinn
að stefnumótun, ákvarðanatöku, upp
byggingu skipulags heilda og réttlátri
úthlutun fjármagns og þjónustu.
Kynjasamþætting er fyrirbygg jandi
aðferð sem miðar ekki eingöngu að
því að leiðrétta misrétti milli kvenna og
karla heldur einnig að koma í veg fyrir
að misrétti verði til. Aðferðin vinnur
gegn neikvæðum áhrifum kynhlutleysis,
en í reynd þýðir „kynhlutleysi“ oft að
reynsla karla en ekki kvenna grundvallar
alla ákvarðanatöku.
Kynjasamþætting þýðir að kynja
jafnrétti og kynjasjónarmið séu hluti af
allri stefnumótun, á öllum stigum og í
öllum þáttum ákvarðanatöku og fram
kvæmd þeirra, til þess að konur og karlar