19. júní - 19.06.2015, Side 117
Ársrit Kvenréttindafélags Íslands | 115
mynda um karlmennsku og kven
leika. Ásta hyggst dvelja í „skrif
búðum“ innanlands í sumar til að
fá næði til að sinna vinnunni og
fékk styrk til farar sinnar.
– Hertha Richardt Úlfarsdóttir er
að klára meistarverkefni í kynja
fræði. Umfjöllunarefni hennar er
upplausn kynhlutverka, kyng ervis,
kynvitundar, og kynhneigðar.
Rannsóknin er eigindleg rannókn
þar sem Hertha mun taka viðtöl við
einstaklinga vítt og breitt um landið
og hlaut styrk til ferðalagsins.
Seinna sama dag stóðu Kvenna
kirkjan, Kvenfélagasamband Íslands og
Kvenréttindafélag Íslands að kvenna
messu í Laugardalnum. Formaður Kven
réttindafélagsins bauð fólk velkomið til
messu en hefð er fyrir þátttöku félagsins
í þessum viðburði.
VESTNORRæN BÓKMENNTA-
HÁTÍÐ: KONuR Á ySTu NöF
Kvenréttindafélag Íslands efndi til
ljóðahátíðar 2. og 3. júlí 2014 í samstarfi
við útgáfufyrirtækið Meðgönguljóð. Titill
hátíðarinnar var „Konur á ystu nöf.“
Bókmenntahátíðinni var ætlað að
byggja brú milli skáldkvenna á jaðar
svæðum Norðurlandanna, þeim þjóðum
sem taka þátt í norrænu samstarfi en
hafa ekki að móður máli „kjarna málin“
þrjú, dönsku, norsku og sænsku. Tvær
skáldkonur frá vest norræna málsvæðinu
heimsóttu hátíðina, Katti Frederiksen frá
Grænlandi og Vónbjørt Vang frá Fær
eyjum. Austan megin úr álfunni, frá Finn
landi, komu Juuli Niemi og Vilja Tuulia
Huotarinen. Ásamt erlendu gestunum
mættu til leiks íslensku skáldkonurnar
Arngunnur Árnadóttir, Berg rún Anna
Hallsteinsdóttir, Björk Þorgríms dóttir og
Valgerður Þóroddsdóttir.
Miðvikudaginn 2. júlí lásu skáld
in í fjórum bókasöfnum í Reykavík, í
Aðalsafni, Sólheimasafni, Ársafni og
Folda safni. Fimmtudaginn 3. júlí var
haldin sérstök dagskrá í Safnahúsinu við
Hverfis götu, með upplestrum og pall
borðs umræðum.
Bókmenntahátíðin gekk framar
vonum og hlaut mikla athygli gesta,
en u.þ.b. 80 manns mættu á dag skrána
seinni dag hátíðarinnar. Átti hátíðin
upp haflega að vera haldin á Hallveigar
stöðum, en vegna ákvörðunar stjórnar
Kvenréttindafélagsins að halda aðeins
við burði þar sem aðgengi er fyrir fatlaða,
var hún haldin í Safnahúsinu.
Til hliðar við hátíðina gaf Með
göngu ljóð út bók með ljóðum og ljóða
þýðingum skáldkvennanna átta, og
styrkti Kvenréttindafélagið þá útgáfu
bæði með fjárstyrk og með vinnu
framlagi framkvæmdastýru. Bókin
Konur á ystu nöf kynnir fyrir íslenskum
les endum ljóðagerð kvenna í nágranna
löndum okkar og setur þessa ljóða gerð í
íslenskt samhengi.
JÓLAFuNDuR
4. desember var haldinn árlegi
jólafundur Kvenréttindafélags Íslands
og Kvennasögusafns Íslands í Þjóðar
bókhlöðunni. Steinar Bragi las upp úr
skáldsögu sinni Kötu, Kristín Steins dóttir
las upp úr skáldsögunni Vonarlandið
og Björk Þorgrímsdóttir og Valgerður
Þóroddsdóttir lásu upp úr ljóðasafninu
Konur á ystu nöf og fleiri meðgöngu
ljóðum.
Tímaritið 19. júní
Ársrit félagsins, 19. júní, var í annað
skipti gefið út á rafrænu formi 2014.
Tímaritið hefur komið út nær óslitið
síðan 1951, en síðustu áratugina hefur
það oftast verið gefið út með tapi. Árið
2011 og 2012 var reynt að gefa blaðið út
sem fylgiblað með Fréttablaðinu, en sú
tilraun gafst misvel. Vissulega fengum
við fjölda nýrra lesenda, en blaðið var
heldur rýrt í samanburði við fyrri ár, auk