19. júní - 19.06.2015, Page 123
Ársrit Kvenréttindafélags Íslands | 121
IAW gefur út fréttabréf á tveggja
mánaða fresti, sem nú eru einnig birt á
heimasíðu Kvenréttindafélags Íslands,
bæði á íslenskri útgáfu síðunnar og
ensku útgáfu hennar.
Nordiskt Forum
Kvenréttindafélagið, í samstarfi
við Kvenfélagasamband Íslands, voru
undirbúningsaðilar Nordiskt Forum 2014
fyrir hönd Íslands. 30.000 gestir sóttu
ráðstefnuna í Malmö 12.15. júní 2014,
sumir ráðstefnuna alla og aðrir sem
daggestir. Rúmlega 300 sóttu ráðstefn
una frá Íslandi. Í lok ráðstefnunnar var
jafnréttisráðherrum Norðurlandanna,
þ.á.m. Eygló Harðardóttur félags og
húsnæðismálaráðherra, afhent loka
skjal ráðstefnunnar, sem hægt er að
lesa hér í íslenskri þýðingu: http://www.
kvenrettindafelag.is/62krofur.
Í september 2013 var Sigríður
Björg Tómasdóttir ráðin í hálft starf
sem verkefnastýra Nordiskt Forum. Ekki
tókst að tryggja fjármagn til að ráða
Sigríði Björgu í fullt starf árið 2014, og
hætti hún störfum í mars 2014. Fram
kvæmda stýra Kvenréttindafélagsins tók
við starfi Sigríðar, ásamt því að gegna
áfram störfum framkvæmdastýru Kven
réttindafélagsins. Gegndi hún því starfi
fram í ágúst 2014.
Hildur Helga Gísladóttir, gjald
keri Kvenréttindafélagsins, var fulltrúi
Íslands í samnorrænum stýrihóp ráð
stefn unnar, og vann hún óhemju mikið
starf við undirbúning ráðstefnunnar, í
sjálfboðastarfi. Þakkar Kvenréttinda
félagið Hildi Helgu fyrir starf sitt að ráð
stefnunni.
Kvenréttindafélagið hélt á árinu
fundi með ýmsum félagasamtökum, sem
og opna fundi, bæði á höfuð borgar
svæðinu og úti á landi, til að kynna
ráðstefnuna og hvetja til þátttöku. Í
stýrihóp ráðstefnunnar hér á landi sátu,
ásamt fulltrúum Kvenréttindafélagsins
og Kvenfélagasambandsins, fulltrúar
frá verkalýðshreyfingunni og kvenna
hreyfing unni. Verka lýðs hreyfingin
var gífur lega ötul á árinu að kynna
ráðstefn una fyrir sínum félagsmönnum
og félags menn þeirra gátu sótt í starfs
menntunar sjóði stéttar félaganna styrki
til að ferðast á ráðstefnuna.
Kvenréttindafélagið vann sérstak
lega að kynningu á íslenskri kvennasögu
og sögu kvenréttindabaráttunnar á Nor
diskt Forum. Keypti félagið stóran bás
á sýningarsvæði ráðstefnunnar þar sem
íslensk kvenréttindabarátta var kynnt á
átta spjöldum.
Kvenréttindafélagið styrkti einnig
tvo viðburði á ráðstefnunni. Félagið
leigði sal, og borgaði flug og gistingu
fyrir Hönnu Björgu Vilhjálmsdóttur til
að halda fyrirlestur um kennslu í kynja
fræði á framhaldsskólastigi. Einnig
leigði félagið sal og bauð Femínistafél
agi Íslands til afnota á ráðstefnunni.
Femínista félagið bauð út Freyju Haralds
dóttur frá samtökunum Tabú sem hélt
vinnustofu forréttindi og samvinnu
ásamt Auði Magndísi Auðardóttur.
NiKK – samnorrænt
námsefni í kynjafræði
Kvenréttindafélag Íslands hlaut í
lok árisins 2014 styrk hjá samnorræna
styrktarsjóðnum NIKK til þess að útbúa
kennsluefni fyrir framhaldsskólana þar
sem nemendum er kennt um Pekingsátt
málann frá 1995 og hvaða máli hann
skiptir.
Félagar okkar í verkefninu eru
Sveriges Kvinnolobby í Svíþjóð og Kvin
derådet í Danmörku. Megin þorri styrks
ins fer til Svíþjóðar sem sér um að semja
námsefnið, en hluti styrksins fer til Íslands
til að þýða námsefnið og staðfæra. Í
lok ársins 2014 var skipaður íslenskur
vinnu hópur um verkefnið, en í honum
sitja Brynhildur Heiðar og Ómarsdóttir
framkvæmdastýra Kvenréttindafélag