19. júní - 19.06.2015, Síða 126
124 | 19. júní 2015
MANNRéTTiNDASKRiFSTOFA
ÍSLANDS, MæÐRASTyRKS-
NEFND, FRæÐSLuSAMTöK
uM KyNLÍF OG BARNEiGNiR,
LANDVERND, SKOTTuRNAR,
ALMANNAHEiLL
Kvenréttindafélag Íslands á aðild
að Mannréttindaskrifstofu Íslands, Mæðra
styrks nefnd, Fræðslusamtök um kynlíf
og barneignir, Landvernd, Skottunum
og Almannaheill.
Ragnhildur G. Guðmundsdóttir var
full trúi Kvenréttindafélags Íslands í stjórn
Mann réttinda skrifstofu Íslands 2014,
í stjórn Mæðrastyrksnefndar 2014, og
fulltrúi í Fræðslusamtökum um kynlíf og
barneignir 2014.
Hildur Helga Gísladóttir var fulltrúi
Kvenréttindafélags Íslands í Landvernd
2014.
Brynhildur Heiðar og Ómarsdóttir
var fulltrúi Kvenréttindafélags Íslands í
stjórn Skottanna – félag um 24. október.
Kvenréttindafélag Íslands er aðili
að Almannaheillum – Regnhlífarsam
tökum frjálsra félagasamtaka og sér
eignar stofn ana í almannaþágu.
MENNiNGAR- OG MiNNiNGAR-
SJÓÐuR KVENNA
Menningar og minningarsjóður
var stofnaður 27. september 1941 í
minn ingu Bríetar Bjarnhéðinsdóttur
með því að börn hennar gáfu dánar gjöf
frá móður þeirra en hugmyndina að
stofnun sjóðsins hafði Bríet átt.
Hlutverk sjóðsins er fyrst og fremst
að styrkja konur til náms, jafnt hér á
landi sem erlendis með náms og ferða
styrkjum. Ennfremur að veita konum
styrk til ritstarfa eða verðlauna ritgerðir,
einkum um þjóðfélagsmál er varða
áhugamál kvenna. Styrkjum úr sjóðnum
er úthlutað einu sinni á ári.
Formaður Menningar og minn
ingar sjóðs kvenna 2014 var Kristín Þóra
Harðardóttir. Aðrar í stjórn Menning
ar og minningarsjóðsins 2014 voru Júlí
ana Signý Gunnars dóttir vara formaður,
Margr ét Kr. Gunnars dóttir ritari, Esther
Guðmundsdóttir gjaldkeri og Ragnhildur
G. Guð munds dóttir. Varamenn 2014
voru Áslaug Dóra Eyjólfsdóttir, Halldóra
Trausta dóttir, Helga Guðmunds dóttir,
Hólmfríður Sveins dóttir og Silja Bára
Ómars dóttir.
Félagaöflun
Kvenréttindafélagið hefur á árinu
unnið að því að fjölga félögum.
Félögum hefur fækkað mikið
undanfarin ár og í árslok 2013 voru
aðeins eftir um 350 félagar í þessu rót
grónu félagasamtökum. Á árinu var því
sérstaklega unnið að því að kynna starf
félagsins fyrir yngri kynslóðinni og auka
þátttöku þeirra í þessu starfi. Hefur
þessi kynning gengið framar vonum, en
í árslok 2014 voru félagar 448. Er þetta
aukning upp á 28%.
Betur má en duga skal, og hefur
félagið einsett sér á árinu að halda
áfram kynningu á góðu starfi okkar.
Hallveigarstaðir, Reykjavík 28. apríl 2015