19. júní


19. júní - 19.06.2008, Blaðsíða 2

19. júní - 19.06.2008, Blaðsíða 2
Jafnréttisstofa Borgum við Norðurslóð 600 Akureyri Sími 460 6200 www.jafnretti.is jafnretti@jafnretti.is KONUR, KARLAR, STELPUR, STRÁKAR, UNGIR & ALDNIR JAFNRÉTTISSTOFA VINNUR FYRIR ÞIG Jafnréttisstofa annast stjórnsýslu á sviði jafnréttismála á Íslandi og vinnur samkvæmt lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008. Markmið laganna er að: - Gæta jafnréttissjónarmiða og vinna að kynjasamþættingu í stefnumótun og ákvörðunum á öllum sviðum samfélagsins, - Vinna að jöfnum áhrifum kvenna og karla í samfélaginu, - Bæta sérstaklega stöðu kvenna og auka möguleika þeirra í samfélaginu - Vinna gegn launamisrétti og annarri mismunun á grundvelli kyns á vinnumarkaði, - Gera bæði konum og körlum kleift að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf, - Efla fræðslu um jafnréttismál, - Greina tölfræðiupplýsingar eftir kyni, - Efla rannsóknir í kynjafræðum, - Vinna gegn kynbundnu ofbeldi og áreitni, - Breyta hefðbundnum kynjaímyndum og vinna gegn neikvæðum staðalímyndum um hlutverk kvenna og karla. Helstu verkefni Jafnréttisstofu eru söfnun og miðlun upplýsinga um jafnrétti kynjanna, fræðsla og ráðgjöf til einstaklinga, félaga, fyrirtækja, stofnana og stjórnvalda á öllum stigum, auk þróunarstarfs, rannsókna og eftirlits með lögunum. Markmið Jafnréttisstofu er að ná fram varanlegum breytingum í átt að jafnrétti kynjanna á öllum sviðum samfélagsins. JAFNRÉTTISÞING Í MOSFELLSBÆ 18. SEPTEMBER 2008 Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar stendur fyrir jafnréttisþingi í Mosfellsbæ fimmtudaginn 18. september 2008. Þingið er haldið til heiðurs Helgu J. Magnúsdóttur í samvinnu við Kvenfélagasamband Íslands og Kvenréttindafélag Íslands. Helga fæddist 18. september 1906, hún settist fyrst kvenna í stól oddvita í Mosfellsbæ fyrir 50 árum, bæjarstjórn Mosfellsbæjar hefur samþykkt að afmælisdagur hennar verði árlegur jafnréttisdagur í bæjarfélaginu. Helga lét meðal annars málefni kvenna sig varða, hún var formaður Kvenfélagasambands Gullbringu- og Kjósarsýslu 1948-1966, formaður Kvenfélags Lágafellssóknar 1951-1964, í varastjórn Kvenfélagasambands Íslands 1953, síðan í aðalstjórn þess og formaður 1963-1977. ÞINGIÐ ER HALDIÐ Í TENGSLUM VIÐ FUND JAFNRÉTTISNEFNDA Á ÍSLANDI HEFST Í HLÉGARÐI, DAGSKRÁ ER SEM HÉR SEGIR: 13:00 Setning, Jóhanna B. Magnúsdóttir formaður fjölskyldunefndar. 13:10 Ávarp Haraldar Sverrissonar bæjarstjóra Mosfellsbæjar. 13:20 Hver var Helga J. Magnúsdóttir? Salóme Þorkelsdóttir fyrrverandi hreppsnefndarmaður í Mosfellsbæ, alþingismaður og forseti Alþingis. 13:40 Bökum betra samfélag. Er j í kvenfélag?: Sigurlaug Viborg, forseti Kvenfélagasambands Íslands. 14:00 Áhrif kvenna í sveitarstjórn: Margrét Frímannsdóttir forstöðumaður fangelsisins að Litla-Hrauni. FYRIRSPURNIR 14:10 Kaffi 14:30 Hlutdeild kvenna í sveitarstjórnum: Auður Styrkársdóttir forstöðumaður Kvennasögusafns Íslands. 14: 50 Konur í verkum Halldórs Laxness: Dagný Kristjánsdóttir prófessor. 15:10 Fyrirspurnir og umræður 15:30 Afhending jafnréttisviðurkenningar Mosfellsbæjar 15:40 -17:00 Móttaka í boði Mosfellsbæjar

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.