19. júní


19. júní - 19.06.2008, Blaðsíða 33

19. júní - 19.06.2008, Blaðsíða 33
og friðarboðskap. Þegar nasistar hertóku Frakkland hugnaðist hún þeim ekki og þeir ráku hana árið 1941. Áhrif styrjaldarinnar urðu til þess að hún tók að skoða og skilgreina stöðu fræðimannsins út frá félags- og stjórnmálalegri stöðu á hverjum tíma. Árið 1943 var hún aftur rekin úr kennarastöðu en þá vegna kvörtunar foreldra sem töldu hana spilla hugarfari dóttur þeirra. Hún hætti þá alveg að kenna þrátt fyrir að hún hefði sérlega ánægju af starfinu. Frá barnæsku hafði Simone dreymt um að verða rithöfundur. Eftir að hún hætti að kenna reyndi hún að fá smásagnasafn sitt Quand prime le spirituel útgefna en enginn fékkst til þess þá. Sú bók var fyrst gefin út árið 1979. Hins vegar fékkst bók um skáldsagnagerðan ástarþríhyrning hennar, Olgu Kosakievicz og Sartre útgefin árið 1943. Bókin hét L‘Invitée eða Boðsgesturinn. Herseta Þjóðverja varð til þess að kveikja með henni vangaveltur um siðferðileg gildi og stríðsárin kallaði hún stundum móralska tímabilið í skrifum sínum. Á þessum árum komu út skáldsögur hennar Le Sang des Autres eða Annarra blóð og Tous Les Hommes son Mortels, Allir menn eru dauðlegir. Einnig birti hún ritgerðina Pyrrhus og Cinéas. Á þessum tíma skrifaði hún líka sitt eina leikrit. Les Bouches Inutiles. Hún stofnaði ásamt öðrum fræðimönnum vinstri sinnað blað sem hét Les Temps Mondernes. Hún bæði skrifaði í það og ritstýrði því að hluta. Margar greinar hennar frá þessum tíma innihalda bæði merkilega siðferðisgreiningu og áhugaverðar pólitískar hugmyndir. Bók hennar Les Mandarins endurspeglar margt af þeim. Gekk frá öllu eftir sínu höfði Fáir heimspekingar hafa sennilega náð að verða jafn þekktir í lifanda lífi. Athyglin varð þeim stundum um megn og þau drógu sig í æ ríkara mæli í hlé á árunum eftir stríð og kusu fremur að dvelja í sveitinni með nánum vinum en að sitja á kaffihúsum í París. Hún ferðaðist mikið og skrifaði margar bækur um ferðir sínar. Hún var afkastamikill rithöfundur og hélt áfram að gefa út bæði skáldsögur og fræðirit fram í andlátið. Sjálfsævisaga hennar og kveðjurit hennar um Sartre sem kom út árið 1981 sögðu síðan sögu þeirra frá hennar sjónarhóli. Þessi skynsama kona kom málum sínum í þann farveg sem hún kaus helst fyrir dauða sinn því hún ættleiddi sambýliskonu sína Silvie le Bon til að tryggja að hún hefði umsjón með ritum hennar eftir hennar dag. Simone de Beauvoir lést 14. apríl árið 1986 en áhrifa hennar á hugsun og viðhorf fólks gætir enn. Texti: Steingerður Steinarsdóttir Simone de Beauvoir 31

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.