19. júní


19. júní - 19.06.2008, Page 41

19. júní - 19.06.2008, Page 41
39 í starfi fyrir nefndina meðan hennar naut við. Hún sendi áskoranir til Alþingis og þrýsti eftir megni á þingmenn og ríkisstjórn til að ná fram breytingum á gallaðri félagsmálalöggjöf. Fyrsta verkefnið var að sjá til þess að allar einstæðar mæður, jafnt ekkjur sem þær sem aldrei höfðu gifst fengju greitt meðlag með börnunum sínum. Það markmið náðist árið 1935 en fyrr hafði nefndin beitt sér fyrir setningu barnaverndarlaga árið 1923 sem sannarlega var skref í rétta átt. Guðrún Pétursdóttir tók við formennsku af Laufeyju en að auki lögðu margar góðar konur málefnum nefndarinnar lið en nefna má þær Ingibjörgu H. Bjarnason og Guðrúnu Lárusdóttur sem fluttu frumvörp á Alþingi fyrir nefndina. Starfið um þessar mundir Fljótlega kom í ljós að björninn var ekki unninn þótt komin væru lög. Bæjaryfirvöld túlkuðu lögin á sinn hátt og hlutverk nefndarinnar var þá að hafa vakandi auga með framkvæmd þeirra og beitti nefndin sér með fulltingi Mæðrafélagsins fyrir því að fá lögunum breytt svo ekki orkaði tvímælis hver réttur ekkna væri. Sú leiðrétting náðist fram árið 1936. Mæðrastyrksnefnd reyndi líka að koma á mæðralaunum og hafa áhrif á tryggingalöggjöf í landinu en náði þar litlum árangri. Auk þess að knýja á um breytingar á lögum beitti nefndin sér fyrir ýmisskonar hjálparstarfi. Lengi seldu þær blóm á mæðradaginn og nýttu ágóðann til að aðstoða bágstaddar mæður. Ýmsar skemmtanir voru einnig haldnar til fjáröflunar og síðari ár hefur nefndin fengið aðstoð frá fyrirtækjum og einstaklingum. Ragnhildur G. Guðmundsdóttir er núverandi formaður Mæðrastyrksnefndar og er fulltrúi Kvenréttindafélags Íslands í stjórninni. Hún var spurð í hverju starfið væri fyrst og fremst fólgið núorðið? „Einu sinni í viku, á miðvikudögum er afhent matvara, föt og smávara ýmisskonar, “ segir Ragnhildur. „Fólk getur valið sér það sjálft en það er allt frítt. Hversu margir koma fer svolítið eftir því hvar í mánuðinum við erum stödd en það koma fulltrúar frá hundrað og fimmtíu til tvöhundruð heimilum. Við byrjum að undirbúa úthlutunina á þriðjudögum og þá er unnið vel og frameftir kvöldi. Allar konurnar í nefndinni eru húsmæður og kunna vel til verka og ég undrast stundum hversu skipulega þeim tekst að koma öllu fyrir. Þetta er allt sjálfboðavinna að því undanteknu að heimild er fyrir því í lögum nefndarinnar að ráða starfsmann í hálft starf og við nýtum okkur það. Engin önnur laun eru greidd í neinu formi svo þetta er eins mikil sjálfboðavinna og hugsast getur. “ Hvaðan fáið þið vörurnar sem þið afhendið? „Við byggjum á framlögum frá fyrirtækjum, félagasamtökum og einstaklingum. Ríki og borg hafa einnig styrkt starfsemina. Fyrir jólin fer í gang söfnun og það sem þá rekur á fjörur okkar er látið duga allt árið. Við kaupum mat fyrir peningana sem berast og fáum hann á afslætti. Það er miðað við að hver og einn sem til okkar leitar fái hráefni í eina góða máltíð, kartöflur, fisk eða kjöt, brauð, mjólk og ávexti. Ef við eigum eitthvert þurrmeti er það afhent með.“ Hverjir leita til ykkar eftir aðstoð? „Það hefur reyndar breyst Konurnar sem nú skipa Mæðrastyrksnefnd: Frá vinstri Kristín Njarðvík, Ragnhildur G. Guðmundsdóttir, Anna Kristjánsdóttir, Amalía Jóna Jónsdóttir, Ingibjörg Jóna Helgadóttir, Brynja Guðmundsdóttir, Sigríður Sigurbjörnsdóttir, Lára Axelsdóttir, Guðlaug Jónína Aðalsteinsdóttir, Aðalheiður Frantzdóttir, Ragnheiður Stephensen, Margrét K. Sigurðardóttir

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.