19. júní - 19.06.2008, Blaðsíða 5
3
borið með reisn?
„Já, ég hef trú á því að þetta
skipti allt máli. En það er
mikilvægt að fólk átti sig á því
að það getur tekið tíma að
venjast nýjum starfsheitum
ef önnur hafa tíðkast lengi.
Ráðherra þótti fyrst afskaplega
sérkennilegt starfsheiti fyrir
konur en fólk hefur vanist því.
Engu að síður tel ég æskilegt
að nota ekki starfsheiti sem eru
jafn kynbundin og t.d. endingin
–herra felur í sér. Ég er sammála
því að þetta skipti máli varðandi
jafnrétti kynjanna, enda er það
svo að karlar hafa ekki viljað
sætta sig við starfsheiti sem hafa
verið kvenleg, s.s. hjúkrunarkona,
sem varð að breytast í
hjúkrunarfræðing þegar þeir
komu að.“
Kannanir sem gerðar hafa
verið undanfarin misseri á
meðal ungs fólks sýna frekar
íhaldssöm viðhorf þessa hóps
til jafnréttis kynjanna. Hverju
telur þú það sæta og hvernig
telur þú að standa megi að
jafnréttisfræðslu með sem
farsælustum hætti?
„Því miður óttast ég áhrif
fjölmiðla einna mest í þessum
efnum. Konum fjölgar reyndar
jafnt og þétt sem viðmælendum
í sjónvarpi, en þó eru karlar
miklu oftar þáttastjórnendur í
alvarlegri umræðuþáttum, t.d.
um stjórnmál og þeir eru oftar
með karlkyns viðmælendur en
kvenkyns. Mér hefur virst sem
ungar stúlkur telji víst að jafnrétti
sé næstum því í höfn og þess
vegna þurfi þær ekki að hafa
áhyggjur. Þær telja að ef þær hafi
góða menntun þá muni leiðin
til frama og jafnvel áhrifa verða
greið, en því miður er reyndin
önnur. Þær munu reka sig á
þetta.
Ég held að jafnréttisfræðsla
eigi að vera samþætt öllum
námsgreinum svo það
verði ennþá sjálfsagðara
en nú er að skoða allt útfrá
jafnréttissjónarmiðum – það
komi næstum af sjálfu sér.
Stundum hefur mér fundist
skorta á að fólk líti á jafnréttismál
sem fag. Umræðan verður að
vera upplýst og fagleg en ekki
yfirborðskennd. Alltof oft leyfa
karlmenn í stjórnmálum sér
að segja að vitanlega vilji þeir
„jafnrétti til handa dætrum
sínum“. Það er ákaflega
klisjukennt orðalag og þeir sem
þannig tala afhjúpa vankunnáttu
sína á allri kvenfrelsisbaráttu
liðinna áratuga. Þeir halda
að það sé sönnun þess hve
jafnréttissinnaðir þeir eru, að
þeir segist vilja jafnrétti dætrum
sínum til handa. Auðvitað vilja
allir börnum sínum það besta en
jafnréttisbaráttan snýst ekki um
dætur þeirra, heldur allar dætur
og syni þessa lands og jafnræði
þeirra á milli. Kynjafræði eru
margbrotin vísindi sem eiga að
njóta sömu virðingar og önnur
fög.“
Margrét Sverrisdóttir er
nýkjörinn formaður KRFÍ
Texti: Halldóra Traustadóttir
Myndir: Bára Kristinsdóttir