19. júní


19. júní - 19.06.2008, Blaðsíða 30

19. júní - 19.06.2008, Blaðsíða 30
28 Eins og sjá má af þessari upptalningu er með þessari löggjöf verið að ganga lengra en áður hefur verið gert í að knýja bæði stjórnvöld og atvinnurekendur til að virða jafnrétti karla og kvenna í reynd. Hér er líka verið að fara nýjar leiðir, einkum að því er varðar meðferð mála hjá kærunefnd jafnréttismála og aðgerðum jafnréttisstofu í framhaldi. Þessu ber að fagna og vænta þess að lögin verði sú lyftistöng til jafnréttis sem vonast er til. Þar sem lögin eru svo ný er engin reynsla komin á þetta, en þegar hafa vaknað spurningar um framkvæmdina. Eitt atriði varðar ákvæði í 5. gr. laganna þar sem fjallað er um kærunefnd jafnréttismála. Þar segir að úrskurðir kærunefndar séu bindandi gagnvart málsaðilum. Málsaðilum er heimilt að bera úrskurði nefndarinnar undir dómstóla. Að kröfu málsaðila getur nefndin kveðið upp úrskurð um frestun réttaráhrifa úrskurðar telji hún ástæðu til þess. Krafa þess efnis skal gerð eigi síðar en tíu dögum frá birtingu úrskurðar. Frestun á réttaráhrifum úrskurðar skal vera bundin því skilyrði að málsaðili beri málið undir dómstóla innan þrjátíu daga frá birtingu úrskurðar um frestun réttaráhrifa og óski þá eftir að það hljóti flýtimeðferð. Ef beiðni um flýtimeðferð er synjað skal mál höfðað eins fljótt og unnt er eftir að synjun kemur fram og eigi síðar en innan þrjátíu daga frá synjun dómara. Frestun réttaráhrifa úrskurðar fellur úr gildi ef mál er ekki borið undir dómstóla innan þrjátíu daga frá birtingu úrskurðar um frestun réttaráhrifa eða mál er ekki höfðað innan þrjátíu daga frá synjun dómara um flýtimeðferð. Síðan segir í 4. gr. að Jafnréttisstofa skuli að beiðni kæranda fylgja því eftir að úrskurðum kærunefndar jafnréttismála sé framfylgt eftir því sem við getur átt. Þegar sá sem úrskurður kærunefndar beinist að fer ekki að úrskurðinum getur Jafnréttisstofa beint þeim fyrirmælum til viðkomandi að gripið verði til viðunandi úrbóta til samræmis við úrskurðinn innan hæfilegs frests. Verði sá sem úrskurður beinist að ekki við fyrirmælum Jafnréttisstofu getur Jafnréttisstofa ákveðið að viðkomandi greiði dagsektir þar til farið verður að fyrirmælunum. Eins og af þessu má sjá er hér hert verulega á frá því sem áður var. Öll þessi framkvæmd virðist þó afar flókin og erfitt að fylgja henni eftir. Ofuráhersla er hér á hraða málsmeðferð. Spyrja má hvað knýr á um hraða málsmeðferð í þessum málaflokki fremur en öðrum. Hvers vegna á t.d. launajafnréttismál að ganga hraðar í gegn um dómskerfið en almennt launamál eða nauðgunarmál. Einnig hafa

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.