19. júní - 19.06.2008, Blaðsíða 6
4
Ætlar þú að breyta áherslum
í starfi KRFÍ í þinni
formannstíð?
„Ég geri ekki ráð fyrir að gera
miklar breytingar, enda liggur
ekki fyrir hve lengi ég verð
formaður, því kosið verður á ný
að ári liðnu. Það er komin góð
reynsla á starfsemina og ég
vil fyrst og fremst halda áfram
því góða starfi sem KRFÍ hefur
verið að sinna í heila öld! Það
felst öflugt tengslanet kvenna í
starfseminni og æskilegt er að
efla það enn frekar með auknu
samstarfi ýmissa kvennasamtaka
bæði hér á landi og erlendis.“
Ertu bjartsýn eða svartsýn á
framvindu jafnréttis kynjanna
miðað við stöðu mála í dag?
„Ég er hóflega bjartsýn, vægast
sagt. Launamunur kynjanna
hefur verið eitt helsta baráttumál
kvenna frá því Kvenréttindafélag
Íslands var stofnað, en ennþá er
langt í land. Nú telst kynbundinn
launamunur vera um 16%
og þá er búið að taka tillit til
allra annarra þátta. Þetta er
staðreynd sem allir þurfa að
horfast í augu við. Það er löngu
komið í lög að launamunur
skuli ekki viðgangast en
samt er þetta svona. Konur
hafa heldur ekki raunveruleg
völd í fjármálaheiminum eða
atvinnulífinu þótt rannsóknir
sýni að þær stýri fyrirtækjum
betur. Ég held þó að alltaf þokist
í rétta átt, en það gerist full hægt
fyrir minn smekk. Það jákvæða
er að konur sem eru sterkar
fyrirmyndir eru æ fleiri í áberandi
stöðum og það held ég að hafi
einna mest áhrif til góðs þegar til
lengri tíma er litið,“ segir Margrét
að lokum.
Það er ljóst að enn eru
birnir að vinna fyrir stjórn
Kvenréttindafélags Íslands í
jafnréttismálum því eins og
Margrét bendir á vantar enn
töluvert á að konur og karlar sitji
jöfn við borðið þegar launum,
völdum og störfum er deilt út,
og þrátt fyrir ötult starf félaga
eins og Kvenréttindafélags
Íslands sem starfað hefur í
rúma öld er enn verk að vinna.
Óþolinmæði hennar í garð
hægrar framvindu jafnréttis
er því skiljanleg en ekki þó að
heyra annað en að Margrét sé
reiðubúin í baráttuna.
Góðir hlutir gerast hægt segir
máltækið, en spurningin er hvort
maraþongöngu íslenskra kvenna
í átt að jafnrétti kynjanna mætti
ekki fara að linna? Takmarkið
virðist innan seilingar en það er
ljóst að starf Kvenréttindafélags
Íslands er enn mikilvægur liður
í því að samþætta aðgerðir og
gefa tóninn í opinberri umræðu
og nefndum er varða jafnrétti
kynjanna á Íslandi. Margrét fær
baráttukveðjur í því starfi.
„Það er löngu komið í
lög að launamunur skuli
ekki viðgangast en samt
er þetta svona. Konur hafa
heldur ekki raunveruleg
völd í fjármálaheiminum
eða atvinnulífinu þótt
rannsóknir sýni að þær
stýri fyrirtækjum betur. Ég
held þó að alltaf þokist í
rétta átt, en það gerist full
hægt fyrir minn smekk.“
„Ég held að
jafnréttisfræðsla eigi
að vera samþætt
öllum námsgreinum
svo það verði ennþá
sjálfsagðara en nú er
að skoða allt útfrá
jafnréttissjónarmiðum
– það komi næstum af
sjálfu sér. Stundum hefur
mér fundist skorta á að
fólk líti á jafnréttismál
sem fag.“
„Ég er hlynnt
kynjakvótum vegna
þess að þeirra er þörf
til að rétta hlut kvenna.
Konum hefur sáralítið
fjölgað í stjórnum
fyrirtækja hér á landi
undanfarin ár þrátt fyrir
óvenju mikla þátttöku
kvenna í atvinnulífi hér
á landi. Því tel ég rétt
að beita kynjakvótum
tímabundið meðan því
er breytt.“
www.alcoa.is
Konur hjá Alcoa Fjarðaáli
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
A
L
C
4
27
17
0
6.
20
08
Það er stefna Alcoa Fjarðaáls að í framtíðinni verði helmingur starfsmanna fyrirtækisins
konur. Fyrirtækið hefur frá upphafi haldið þessari stefnu á lofti. Af fyrstu 400
starfsmönnunum sem voru ráðnir til fyrirtækisins var tæplega þriðjungurinn konur. Gilti
þetta hlutfall bæði um framleiðslustarfsmenn og stjórnendur.
Fjöldi kvenna við störf hjá Fjarðáli er met innan Alcoa samsteypunnar sem rekur á þriðja tug
álvera í fimm heimsálfum. Áfram er stefnt að fjölgun kvenna í hópi starfsmanna allt þar til
markmiðinu um jafnt kynjahlutfall hefur verið náð.