19. júní


19. júní - 19.06.2008, Blaðsíða 50

19. júní - 19.06.2008, Blaðsíða 50
48 gesti í heimsókn. Nokkrar kínverskar kvenfélaga- og kvenréttindakonur sem óskuðu eftir að heimsækja Ísland og kynna sér starfsemi félagsins komu til landsins í nóvember. Formaður og varaformaður KRFÍ sáu um kynninguna sem fór fram á Hallveigarstöðum. Viðurkenningar KRFÍ KRFÍ hefur haft þann sið undanfarin misseri að veita þeim konum viðurkenningu sem fyrstar kvenna taka við stöðum sem hingað til hafa eingöngu verið í höndum karla. Nokkrar slíkar viðurkenningar hafa farið fram á starfsárinu og eru hér taldar í tímaröð: Fyrsti kvenformaður Læknafélags Íslands, Birna Jónsdóttir, fékk afhent blóm frá fulltrúum KRFÍ á haustmánuðum og Helga Guðjónsdóttir fékk sömuleiðis blómvönd frá KRFÍ um sama leyti, en hún er fyrst kvenna til að gegna formennsku UMFÍ í hundrað ára sögu félagsins. Sigríður Lilly Baldursdóttir, fyrsti kvenkyns forstöðumaður Tryggingastofnunnar ríkisins, fékk einnig heimsókn frá stjórnarkonum KRFÍ í febrúar sl. Þar fyrir utan veittu fulltrúar KRFÍ byggingavöruverslunni Mest viðurkenningarskjal fyrir auglýsingu þeirra „Þú ferð létt með að saga til næsta bæjar“ sem þótti ýta undir jákvæða ímynd kvenna og er viðurkenningin um leið hvatning til auglýsenda um að hafa ávallt í huga jafnrétti kynjanna við auglýsingagerð. Afmælisárið á enda. Hinn árlegi jólafundur KRFÍ var haldinn í samkomusal Hallveigarstaða 5. desember. Sama dag opnaði einnig vegleg sögusýning sem spannaði hundrað ára sögu félagsins og kvenréttindabaráttu á Íslandi. Verkefnisstjórar sýningarinnar voru menningarfræðingarnir Anna Jónsdóttir og Þorvaldur Halldór Gunnarsson og stóð sýningin til 1. febrúar sl. Þjóðhátíðarsjóður og Ríkisútvarpið styrktu sýninguna. Var leitast við að hafa samkomusal Hallveigarstaða opinn fyrir samkomum smærri félagasamtaka þannig að sem flestir gætu séð sýninguna. Nokkur félagasamtök nýttu sér salinn á meðan á sýningunni stóð. Einnig stóð KRFÍ fyrir bókmenntakvöldi í janúar sem og afmælisveislu þann 28. janúar en fyrr um daginn hélt KRFÍ málþing í Ráðhúsi Reykjavíkur undir yfirskriftinni: Jafnréttislög – til hvers? Áhrif löggjafar á framvindu jafnréttis. Á Þorranum hélt aðalstjórn KRFÍ Þorrablót fyrir Alþingismenn eins og gert hefur verið undanfarin ár og var þátttaka þingmanna einstaklega góð því um þriðjungur þeirra þáði boðið. Í upphafi Góu, á konudaginn var haldið opið hús á Hallveigarstöðum með dagskrá og veitingum sem einnig hefur verið fastur liður undanfarin ár. KRFÍ átti tvo fulltrúa á Kvennaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í New York sem haldin var dagana 25. febrúar til 7. mars. Íslenski hliðarviðburðurinn á ráðstefnunni vakti athygli en þar komu fram Guðrún Jónsdóttir sem kynnti starfsemi Stígamóta, Margrét Steinarsdóttir sem fjallaði um úrræði til styrktar konum af erlendum uppruna á Íslandi og Matthildur Helgadóttir sem sagði frá tilurð hinnar óhefðbundnu fegurðarsamkeppni Óbeisluð fegurð, sem haldin var á Hnífsdal í fyrra. Eins og áður sagði var afmælisárið viðburðarríkt og ekkert lát hefur verið á viðburðum á vegum félagsins það sem af er nýju ári. Til félagsins bárust góðir styrkir, ekki síst á sjálfu afmælisárinu og veittu ríkisstjórn Íslands, Reykjavíkurborg og Samfylkingin félaginu peningagjafir í tilefni afmælisins. KRFÍ fékk úthlutað fjármunum á fjárlögum árið 2007 sem og árið 2008 og einnig hafa einstök ráðuneyti styrkt einstaka verkefni sem félagið hefur ráðist í hverju sinni. Hér að ofan hefur verið greint frá því helsta á síðasta starfsári þótt ekki sé umfjöllunin tæmandi yfir umfangsmikið starf Kvenréttindafélags Íslands. 19.júní 2007

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.