19. júní


19. júní - 19.06.2008, Blaðsíða 9

19. júní - 19.06.2008, Blaðsíða 9
7 og tillitslausir rustar sem ekki er mögulegt að breyta? Særandi hegðun að nokkru leyti lærð Kannski er ekki beint hægt að tala um náttúrulögmál í þessu sambandi en sú hegðun karlanna sem dýpst særir konur virðist að nokkru leyti innbyggð og að nokkru leyti lærð. Hvernig sem litið er á jafnréttisbaráttuna er ljóst að þetta er flókið mál og engin einhlít lausn til. Í margar aldir hefur barátta mannsins fyrir frelsi tekið á sig ýmsar myndir og þótt margt hafi áunnist víða eru enn hópar fólks og jafnvel heilar þjóðir sem búa við kúgun af ýmsu tagi. Barátta kvenna virðist eiga erfiðar uppdráttar en önnur mannréttindabarátta einkum vegna þess að stór hópur af báðum kynjum trúir að konum sé annt um stöðu sína og vilji ekki hafa líf sitt öðruvísi. Að konum sé akkur í því að verða skotspónn klúrra brandara og káfs frá körlum því það lýsi aðdáun á útliti þeirra. Mæður vilji vera heima og sinna börnum sínum fremur en að byggja upp starfsferil og ekki sé hægt að gera bæði. Það er erfitt um vik en ljóst að allt samfélagið þarf að breytast til að staða kvenna verði jöfn stöðu karla. Meðal þess sem vantar er sveigjanlegur vinnutími, endurmat á umönnunarstörfum og að vinnuveitendur læri að meta líka þá sem ekki trana sér fram og hæla sér af verkum sínum. Þótt kannski sé ekki að öllu leyti hægt að vera sammála Lars Einari Engström í mati hans á stöðunni hjálpar það vissulega jafnréttisbaráttunni að menn sem eru innvígðir í innsta hring samtryggingarnets karla stígi fram á ritvöllinn og ræði málin svo hreinskilnislega. Það ljær röddum kvenna aukið vægi því eins og flestir vita er kvart kvenna kerlingavæl þar til karl tekur undir það og viðurkennir réttmæti þess. Játningar karlrembu Texti: Steingerður Steinarsdóttir

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.