19. júní


19. júní - 19.06.2008, Síða 34

19. júní - 19.06.2008, Síða 34
32 Elska konuna eins og hún er 31% karlanna gat ekki sagt nákvæmlega til um hvað hefði dregið þá að konunni sinni í upphafi en þeir kváðust hafa dregist ómótstæðilega að henni og fundist þeir verða að eignast hana hvað sem það kostaði. 32% sögðu að persónuleiki konunnar þeirra hefði heillað þá upp úr skónum. Lífsgleði, hreinskilni og hlýlegt fas var meðal þeirra eðliseiginleika sem karlarnir töldu hafa verið mest aðlaðandi í fari kvennanna í lífi þeirra. 7% féllu fyrir fegurð konunnar. 4% féllu fyrir gáfum hennar eingöngu. 3% sögðu að kímnigáfa hennar hefði alveg slegið þá út. 23% nefndu svo margvíslega aðra eiginleika. Vilja að sambandið endist til æviloka 90% karlanna sem þátt tóku í könnuninni sögðu að þeir vildu að hjónband þeirra entist meðan bæði lifðu. 18% þeirra sögðust ekki hafa trú á að skilnaður væri lausn á vandamálum. 47% voru þess fullviss að konan þeirra væri sú eina rétta og því kæmi ekki til greina að sleppa henni. 25% voru ekki sannfærð um að konan þeirra væri sú eina og töldu að skilnaður gæti komið til greina ef sambandið gengi alls ekki. Þeir sem féllu í þann hóp sögðust hins vegar vona af einlægni að sambandið héldi áfram og þeir fengju að eldast með konunni sinni. Af þeim tíu prósentum sem ekki töldu að hjónaband þeirra myndi endast ævilangt sögðu 9% að það væri vegna að þess að erfiðleikar væru í hjónaböndum þeirra. 1% höfðu einfaldlega ekki trú á að hjónbönd gætu verið varanleg. Peningar og aftur peningar Stærsta ágreiningsefni í hjónabandi er peningar og fjármál. 36% karlanna sögðu að hvernig farið væri með peninga, þ.e. hvernig best væri að spara, eyða og fjárfesta, væru erfiðustu vandamálin í hjónabandinu. 23% voru þessu hins vegar ekki sammála því þeir og konan þeirra rifust oftast um það hversu miklum eða litlum tíma þeir eyddu með fjölskyldunni. 15% karla deildu við konu sína um kynlíf fyrst og fremst og 13% um heimilistörfin og verkaskiptingu á heimilinu. 13% rifust síðan um ýmislegt annað, allt frá tengdafjölskyldunni og skorti á samskiptum upp í líkamsþyngd konunnar. Hjónabandið hvorki betra né verra en þeir bjuggust við Nærri helmingur karlanna, eða 46%, var á því að líf þeirra hefði lítið breyst eftir brúðkaupið og hjónabandið væri hvorki betra né verra en þeir hefðu búist við. Þeir töldu sig einnig hafa tekið á vandamálum eins og erfiðum tengdafjölskyldum, barnauppeldi og verkaskiptingu og leyst þau. 23% sögðu að hjónabandið væri betra og mun meira gefandi en þeir hefðu átt von á en 31% fannst það erfiðara en þeir bjuggust við. Þær hindranir sem verst var að takast á við voru: Að líta þannig á hlutina að miðað væri við tvo frekar en einn og að þurfa að tjá sig um tilfinningar sínar og ræða þær í þaula. Reyndar voru 39% karlanna sammála um að það væri erfitt þótt þeir teldu það fæstir vera fyrirstöðu í hjónabandinu. Aðeins 6% karlmannanna töldu að það að halda tryggð við eina konu ylli erfiðleikum í hjónabandinu. Karlmenn eru trygglyndir Þessir rúmlega þúsund menn sem tóku þátt í könnuninni virðast trygglyndir því 84% þeirra höfðu aldrei haldið fram hjá konunni sinni og ætluðu ekki að gera það. 10% þessara trygglyndu kappa höfðu af og til verið við það að falla í freistni en 29% höfðu aldrei verið nálægt því en 61% hafði ákaflega sjaldan fundið fyrir því að aðrar konur kveiktu með þeim losta. Hvað varð þá til að halda aftur af þeim þegar stund freistingarinnar rann upp? Jú, 29% gátu ekki hugsað sér að svíkja konuna sína og hjúskaparheitið. 15% voru hrædd um að upp um framhjáhaldið kæmist og 25% misstu alla löngun þegar á hólminn var komið. Önnur svör voru margvísleg. Sumir höfðu verið truflaðir áður en hlutirnir gengu of langt og aðrir áttuðu sig á síðustu stundu. Texti: Steingerður Steinarsdóttir Viðhorf karla til ástarinnar Ein þeirra staðalímynda sem áberandi er í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum er karlinn sem óttist skuldbindingu og það að fá karl til að fara á skeljarnar og biðja sér konu þrautin þyngri. En skyldi það vera svo í raunveruleikanum? Bandarísk rannsókn sem náði til ríflega þúsund karlmanna á öllum aldri sýndi athyglisverðar niðurstöður. www.itr.is sími 411 5000 SUND ER FYRIR ALLA!

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.