19. júní - 19.06.2008, Blaðsíða 38
36
Auk þessa voru samþykktar
fimm ályktanir á þinginu, þar
af ein sem flutt var af KRFÍ.
Ályktanirnar er hægt að lesa
í heild sinni á vefslóðinni
www.womenalliance.org
en þær lutu að heilsu kvenna
og rétti til að ráða yfir eigin
líkama; kröfu á hendur S.Þ.
þess efnis að framfylgja stefnu
sinni í málefnum Kosovo og
tryggja jafnræði kynjanna
í samningaviðræðum um
framtíð þess; að trúarlegar- og
menningarlegar hefðir skuli
ekki standa í vegi fyrir því að
mannréttindum verði framfylgt;
friðarályktun þess efnis að
hvetja ríkistjórnir um heim allan
að vinna heilshugar að því að
binda enda á stríð, hryðjuverk
og aðrar óeirðir sem bitna
sérstaklega illa á konum og
börnum; og síðast en ekki síst
þá ályktun sem KRFÍ flutti um að
styðja Amnesty International í
herferð sinni fyrir rétti kvenna og
stúlkna til fóstureyðinga þegar
þungun hefur komið til vegna
nauðgunar, sifjaspella eða stefnir
lífi kvenna í hættu.
Margrét Steinarsdóttir var
kosin inn í stjórn IAW og hlaut
glæsilega kosningu með
næstflestan atkvæðafjölda
að baki sér. Var ákveðið að
hún myndi leiða starf innan
IAW varðandi mannréttindi
og CEDAW-sáttmálann um
afnám allrar mismununar
gagnvart konum. Einnig leiðir
Þorbjörg I. Jónsdóttir áfram
starf aðildarfélaga samtakanna
á Norðurlöndunum og í
Eystrasaltsríkjunum ásamt
því að vera lögfræðilegur
ráðgjafi nefndar um aðgerðir
vegna ofbeldis gegn konum.
Ásgerður Jóna Flosadóttir fékk
þar að auki það hlutverk að
fá nýjar félagskonur til liðs við
samtökin. Þáttur KRFÍ í starfi
IAW verður því drjúgur næstu
árin eins og hingað til og hefur
KRFÍ átt tök á því að taka þátt í
því starfi undanfarin ár vegna
velvilja og stuðnings ráðherra
og ráðuneyta. Samkvæmt
stjórnarskrá IAW er hægt að
sitja tvö þriggja ára kjörtímabil
í stjórn samtakanna. Hlutfall
kvenna frá Norðurlöndum
innan stjórnar er nú hátt, en
ritarinn er frá Danmörku og
kvenréttindasamtök frá Noregi
og Svíþjóð hafa hvort sinn
fulltrúa í stjórninni. Áherslur
kvenna á Norðurlöndum
eiga sér því sterkan málsvara
innan samtakanna og líta
kvenréttindafélög annarra
heimshluta mjög til árangurs
okkar í jafnréttismálum.
Frekari upplýsinga um
International Alliance
of Women má nálgast
á heimasíðu þeirra
eða á skrifstofu KRFÍ,
sem einnig tekur við
einstaklingsskráningum í
samtökin.
Höfundur greinar með nokkrum öðrum þingfulltrúum