19. júní


19. júní - 19.06.2008, Blaðsíða 12

19. júní - 19.06.2008, Blaðsíða 12
10 GAMAN ER AÐ GETA ÞESS AÐ MATTHILDUR HELGADÓTTIR HELDUR ERINDI UM ÓBEISLAÐA FEGURÐ Á ÞINGINU „Nordiska Kvinnor mot Våld 2008“ sem haldið verður í Stokkhólmi í haust. Að keppninni stóð hópur sem kallaði sig Óbeislaða hópinn. Hann varð til þegar hluti vina- og kunningjahóps sem hittist oft á kaffihúsinu Langa Manga á Ísafirði hafði rökrætt fram og aftur um hvort og þá hvernig hægt væri að keppa í fegurð. Hópurinn samanstóð af þeim, Matthildi Helgadóttur, framkvæmdastjóra tölvufyrirtækis, Írisi Jónsdóttur skrifstofustjóra ferðaþjónustufyrirtækis, Margréti Skúladóttur hárgreiðslu- og förðunarmeistara, Guðmundi Hjaltasyni trúbador og kaffihúsaeiganda og Eygló Jónsdóttur starfsmanni verkalýðsfélags. Það er skemmst frá því að segja að hugmyndin fékk byr undir báða vængi og ekki stóð á viðbrögðum. Bæði karlar og konur gátu skráð sig og allir tekið þátt óháð aldri. Eina skilyrðið var að vera sem upprunalegastur og hárígræðslur, brjóstastækkanir og aðrar lýtaaðgerðir gátu útilokað fólk frá keppni. Þá taldist það keppendum til tekna ef lífið sást utan á þeim. Með því áttu aðstandendur við aldur, aukakíló, hrukkur, slit vegna barnsfæðinga, lafandi brjóst, skalla, loðið bak, appelsínuhúð og fleira en þetta töldu þeir að flokka mætti undir kynþokka. Húðslit, skalli og appelsínuhúð kostur Ljósaböð voru bönnuð fyrir keppnina og ekki var til þess ætlast að þátttakendur legðu á sig erfiði við að breyta líkamsþyngd sinni hvort sem það var til að lækka hana eða hækka. Auk þess að hreppa titilinn Óbeisluð fegurð 2007 gátu keppendur fengið nokkra aðra titla þar á meðal: Michelin 2007, húðslit 2007, Dansukker 2007. Í fyrstu átti þetta að vera grín og tilkynning sem send var bæði RÚV og Bæjarins besta meira samin í gamni en alvöru en eftirsókn eftir að taka þátt í keppninni fór fram úr björtustu vonum aðstandenda og þegar keppendur fóru að gefa sig fram var ekki um annað að ræða en að verða við óskum þeirra og sjá til þess að þeir hefðu vettvang til að keppa á. Keppnin fór síðan fram með pompi og prakt og var mál manna að þeir sem fengu titla hefðu verið vel að þeim komnir. Um hugmyndina hefur Matthildur Helgadóttir sagt: „Hugmyndin af Óbeislaðri fegurð varð til þegar ég las um fyrirhugaða fegurðarsamkeppni hér á Ísafirði. Ég varð frekar fúl, enda á móti fegurðarsamkeppnum, og fór að hugsa með mér hvernig ég gæti fengið fólk til að sjá hversu fáránlegt það er að keppa í fegurð.“ Með tiltækinu vildi hópurinn líka vekja fólk til umhugsunar um að aðeins lítill hluti mannkyns næði þeim fegurðarstöðlum sem gjarnan eru settir í tengslum við fegurðarsamkeppnir og fyrirsætur í blöðum eiga iðulega lítið skylt við raunverulegt fólk því búið að er lagfæra bæði andlit og líkama með hjálp tölvutækninnar. Í stað þess að bera sig saman við umskapaðar ímyndir af þessu tagi ætti fólk að vera hreykið af líkama sínum og þeim merkjum sem lífið hefur sett á hann. Aðstandendur keppninnar vildu einnig láta gott af sér leiða og létu allan ágóða af keppninni renna til Sólstafa sem eru nýstofnuð systursamtök Stígamóta á Vestfjörðum. Heimildarmynd og erindi hjá SÞ Þær Hrafnhildur Gunnarsdóttir og Tina Naccache gerðu heimildarmynd um Óbeislaða fegurð og myndin var frumsýnd á kvikmyndahátíð Reykjavíkur og uppselt á allar sýningar. Seinna var hún sýnd í Ísafjarðarbíói og í sjónvarpinu. Í kjölfarið var Matthildi Helgadóttur boðið að halda erindi á 52. þingi kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna sem haldið var í New York á síðasta ári. Þar fjallaði hún um keppnina og heimildarmyndina sem gerð var um hana. Matthildur kom ekki fram sem hluti af sendinefnd Íslands á þinginu heldur var erindi hennar einn af hliðarviðburðum sem haldnir voru samhliða því. Það er skemmst frá því að segja að Matthildur vakti mikla athygli á þinginu og konum þótti mikið til um þessa skemmtilegu hugmynd. Og þetta var ekki allt. BBC World Fegurðarsamkeppnir hafa verið umdeildar um langa hríð og kvenréttindakonum þykir lítill sómi að því að láta ungar stúlkur spígspora hálfnaktar uppi á sviði og dæma þær síðan eftir útlitinu mest. Forsvarsmenn slíkra uppákoma brugðust við með því að leggja áherslu á að persónuleiki stúlknanna skipti líka máli og viðhorf þeirra til lífsins. Þess verður þó sjaldnast vart þegar fegurðarsamkeppnir eru haldnar og því þagna ekki mótmælaraddirnar. En flestir tóku fagnandi nýstárlegri fegurðarsamkeppni sem haldin var á Ísafirði 18. apríl 2007 og kallaðist Óbeisluð fegurð. KEPPNI SEM ALLIR VINNA

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.