19. júní


19. júní - 19.06.2008, Blaðsíða 36

19. júní - 19.06.2008, Blaðsíða 36
34 Kvenréttindafélag Íslands hefur verið aðili að samtökunum síðan 1911. Þegar Bríet Bjarnhéðinsdóttir sótti stofnþing IAW í Berlín 1904, hvöttu forsvarskonur samtakanna hana til að stofna kvenréttindafélag á Íslandi og gáfu henni góð ráð þar að lútandi. Bríet stofnaði síðan Kvenréttindafélag Íslands, ásamt öðrum baráttukonum, árið 1907 og á aldarafmæli KRFÍ í fyrra þótti vel við hæfi að senda veglega sendinefnd frá Íslandi, þar sem KRFÍ hefur í gegnum árin verið virkur þátttakandi í starfi IAW. Fulltrúar KRFÍ hafa margsinnis setið í stjórn IAW og gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir samtökin. Einnig skiptir það verulegu máli fyrir það aðildarfélag sem heldur ársþingið hverju sinni að fá góða þátttöku félagsaðila til að ná betur eyrum eigin stjórnvalda þá viku sem aðalþingið stendur. Með góðum stuðningi frá Forsætisráðuneyti, Utanríkisráðuneyti og Félagsmálaráðuneyti gafst KRFÍ kostur á að senda þrjá fulltrúa til Indlands, þær Þorbjörgu I. Jónsdóttur formann KRFÍ, sem einnig hefur setið í stjórn IAW síðastliðin fimm ár, Margréti Steinarsdóttur gjaldkera KRFÍ, sem var í framboði til stjórnar IAW og undirritaðan framkvæmdastjóra félagsins. Auk þeirra voru með í för Ásgerður Jóna Flosadóttir, sem er fulltrúi Frjálslynda flokksins í aðalstjórn KRFÍ og er jafnframt með einstaklingsaðild að IAW, og Elín Jónsdóttir sem unnið hefur að útgáfu 19. júní á undanförnum árum. Þess má geta að yfir helmingur félagsaðila IAW eru einstaklingar en aðildarfélögin hafa þó meira atkvæðavægi í kosningum samtakanna sem og við aðrar ákvarðanatökur. IAW voru stofnuð til að berjast fyrir kosningarétti kvenna. Í gegnum árin hafa bæst við þau baráttumál kvenna sem vantað hefur upp á að konur njóti réttar til jafns við karla. Rúmum hundrað árum eftir stofnun samtakanna eru enn mörg baráttumál kvenna að takast á við. Í Evrópu hafa kvenréttindakonur sett mansal, vændi, jafnlaunamálin og aukna þátttöku kvenna í stjórnmálum, stjórnun fyrirtækja og stofnana á oddinn, á meðan konur í fátækari löndum heimsins berjast oftar fyrir almennum mannréttindum s.s. bættri heilsu og menntun kvenna og gegn kynbundnu- og menningartengdu ofbeldi ásamt fleiru. Samtökin hafa ráðgefandi stöðu hjá ýmsum alþjóðastofnunum, t.d. hjá Sameinuðu þjóðunum og eiga fulltrúa í stjórnum og áheyrnarfulltrúa hjá alþjóðasamtökum- og stofnunum líkt og hjá Evrópuráðinu og Alþjóða stríðsglæpadómstólnum. Þing IAW er sá vettvangur þar sem konum hvaðanæva úr heiminum gefst kostur á að skiptast á skoðunum og reynslu og álykta um helstu baráttumál samtakanna og aðildarfélaga þeirra. Þátttakendur á þinginu í Nýju Delhí komu alls staðar að úr heiminum, þó flestir frá Suður- Asíu og Evrópu. Skipulag þingsins og dagskrá fyrir gestina var einstaklega gott. Ekki vorum við íslensku þátttakendurnir þó hrifnir af þeim húsakynnum sem í boði voru. Annars vegar var um að ræða ráðstefnusetrið, Gandhi Darshan sem er fræða- og friðarsetur tileinkað þjóðhetju Indlands Mahatma Gandhi og hinsvegar voru nokkur hótel í boði. Íslenska sendinefndin hafði bókað herbergi á einu hótelanna en þegar á hólminn var komið reyndust þau herbergi sem okkur voru úthlutuð ekki íbúðarhæf. Herbergin á ráðstefnusetrinu voru uppbókuð og voru þá góð ráð dýr. Úr varð að fara inn á hótel sem var vissulega í öðrum verðklassa en reiknað hafði verið með en ómetanlegt að geta komið á kvöldin eftir langa daga á þinginu. Sú dagskrá sem gestum þingsins var boðið upp á utan þingsins var glæsileg. Var okkur til að mynda boðið til allra helstu mektarmanna Indlands, þar á meðal forseta landsins, Pratibha Patil, sem er fyrsta konan sem gegnir því embætti. Þess má geta að Indland hefur líka átt kvenkyns forsætisráðherra, Indiru FULLTRÚAR KVENRÉTTINDAFÉLAGS ÍSLANDS Á AÐALÞINGI IAW Á INDLANDI 34. aðalþing alþjóðlegu kvennabaráttusamtakanna International Alliance of Women (IAW) var haldið í Nýju Delhí á Indlandi í október 2007 en aðalþing samtakanna er haldið á þriggja ára fresti.

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.