19. júní


19. júní - 19.06.2008, Page 22

19. júní - 19.06.2008, Page 22
20 Höfundur bókarinnar Susan Shapiro Barash er kynjafræðingur og hefur skrifað átta aðrar bækur um stöðu kvenna í karlmiðuðu samfélagi. Í inngangi segist hún sjálf ævinlega hafa notið stuðnings og ástúðar góðra kvenna en í fyrri rannsóknum sínum hafi sögur af öfund, samkeppni, stjórnsemi og kulda kvenna í garð annarra kvenna iðulega stungið upp kollinum. Hún segist því hafa fundið sig tilneydda til að skoða þetta mál með vísindalegum aðferðum og niðurstöður hennar benda til að öfundin sé útbreiddari meðal kvenna og birtist á fleiri vegu en við kærum okkur um að vita. Konur keppa um athygli, vegtyllur, útlit, karlmenn, hæfileika og margt margt fleira. Tekið er dæmi í bókinni af nágrannakonum sem urðu fyrir því óláni að missa menn sína með stuttu millibili. Þær kepptu um hvor eiginmaðurinn hefði verið vinsælli og dæmdu það af því hversu margir mættu í jarðarfarirnar. Systur kepptu í því að vera betri dætur og þegar móðirin dó sá önnur alfarið um undirbúning jarðarfararinnar og hin sat eftir með þá tilfinningu að hin látna hefði aðeins átt eina dóttur, þessa duglegu konu sem skipulagði allt. Birtingarmyndirnar eru margar og sumar hverjar ótrúlega lágkúrulegar. Drottningin og vinnuflugurnar En hvers vegna eru konur að gera sér áhyggjur út af þessu? Eru ekki karlmenn aldir upp við það að reyna stöðugt að ná sem lengst og sigra alla sem standa í vegi fyrir þeim ekki bara á einu heldur öllum sviðum? Jú, vissulega og karlmenn hafa skerpt og þróað keppnisskapið svo rækilega að varla verður betur gert. Konur þurfa hins vegar að skynja eigin samkeppni og öfund því fram að þessu hafa þær fyrst og fremst keppt innbyrðis. Karl lítur ekkert síður á kvenkyns starfsfélaga sem keppinaut og er því fljótur að skjóta henni ref fyrir rass. Margar konur telja það vonlaust að berjast gegn karlaveldinu og einbeita sér því hver að annarri. Við höfum hingað til haft tilhneigingu til að líta svo á að eftir að konur tóku að sækja út á vinnumarkaðinn í auknum mæli hafi þær stutt hver aðra, leiðbeint og ýtt áfram en svo er ekki. Sumar þær eldri sem náð hafa árangri ríkja líkt og drottningar í sínu fyrirtæki og þær yngri hljóta ekki náð fyrir þeirra augum. Í sumum tilfellum gera þær jafnvel sitt besta til að halda þeim niðri. Hið sama gildir í einkalífi. Konur keppa hver við aðra um að hreppa hnossið, góðan mann og þegar börnin fæðast keppast þær við að verða bestu mömmur í heimi ekki besta foreldrið. Þær geta einnig verið ótrúlega harðar við að ýta börnunum sínum upp fyrir börn þeirra sem þær bera sig saman við. Stöðug barátta Samkvæmt kenningu Susan eiga konur líka erfiðara með að takmarka innbyrðis baráttu sína við eitt svið.. Karlar einbeita sér að því að sigra á einu tilteknu og afmörkuðu sviði. Það nægir þeim til að finnast að þeir hafi sannað sig. Meðan þeir hamast við að skora flest mörk á karlakvöldinu í fótbolta, hitta holu í höggi á golfvellinum eða fá stöðuhækkun á undan Jóni, vini sínum, velta þeir ekki fyrir sér hver þeirra sé farinn að missa hárið, hver sé þyngstur og hver eigi börn sem ekki geti lært stærðfræði. Þegar körlum hefur tekist að sigra eða tapað þá er keppnin búin, raunverulega búin. Konur keppa alls staðar. Þeim nægir ekki að vera í betri stöðu eða betur efnaðar en hin konan. Þær vilja líka vera fallegri, eiga flottari mann, betri börn og glæsilegri eignir. Lúti þær í lægra haldi fyrir einhverri annarri hugsa þær sjaldnast: Maður getur ekki alltaf unnið og halda svo áfram heldur velta stöðugt fyrir sér hvernig þær geti rétt stöðu sína. Höfundur telur líka að staðreyndin sé sú að karlmenn fari illa með veikasta meðlim hópsins en konur þann sterkasta. Algengt er að konur njóti stuðnings og umhyggju vinkvenna sinna þegar illa gengur en þegar jákvæðar breytingar verði á lífi þeirra nægi það iðulega til að vinkonurnar yfirgefi viðkomandi. Skilnaður er ein þessara breytinga. Ef kona nær að rífa sig lausa úr erfiðu hjónabandi er eins og hinar verði óöruggar gagnvart henni, óttist hana jafnvel en meðan hún berst við að halda sambandinu gangandi þrátt fyrir vandamálin styðja þær hana allar og styrkja. Stöðuhækkun er önnur ástæða vinslita og velgengni barna einnar úr hópnum. Baráttan um prinsinn Hvergi verður samkeppnin milli kvenna hvassari og öfundin beiskari en þegar kemur að karlmönnum ef marka má Susan. Stjúpsysturnar lögðu allt í sölurnar til að ná prinsinum af Öskubusku og enn eru til konur sem telja sig fá einhverja staðfestingu á eigin ágæti nái þær að „sigra“ aðra konu í þessum ljóta leik. Af þessum fimmhundruð konum sem hún talaði við vegna rannsóknar sinnar höfðu langflestar kynnst því að vinkona stæli af þeim kærasta eða eiginmanni eða þær sjálfar verið í því að spilla milli vinkvenna sinna og karlmannsins í lífi þeirra. Letitia lýsir upphafinu að vinslitum sínum við æskuvinkonuna Denise svona: „Þá kynntist ég manni, Charles, sem var frá Jamaica og ég var virkilega hrifin af honum. Ég gat ekki beðið eftir að kynna hann fyrir Denise svo barnaleg var ég. Þegar við þrjú komum saman í fyrsta sinn skynjaði ég að þetta yrði vandamál. Ég sá að hún þráði hann og að hún kom ekki eins fram við mig og áður. Hún hringdi meira að segja í mig til að spyrja hvernig hann hefði það.“að spyrja hvernig hann Samstaðan sem íslenskar konur sýndu á kvennafrídaginn 24. október 1975 var einstæð, enda flaug fiskisagan um allan heim. Oft hefur verið vitnað til hennar síðan sérstaklega þegar gamla klisjan um að konur séu konum verstar stingur upp höfðinu og þær sem eiga trausta bakhjarla í mæðrum sínum, systrum, vinkonum og lærimæðrum eru fyrstar til að mótmæla. En samskipti kvenna líkt og karla eiga sér dekkri hliðar og um þær er fjallað í bókinni Tripping the Prom Queen eða Fegurðardrottningin felld. FEGURÐARDROTTNINGIN FELLD

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.