19. júní


19. júní - 19.06.2008, Blaðsíða 24

19. júní - 19.06.2008, Blaðsíða 24
22 Jóhanna var tekin tali um nýju lögin og fyrst spurð hvort þörf hafi verið á að setja ný lög? „Já, að mínu mati var þörf á að gera breytingar og setja ný lög. Lög sem þessi þurfa ávallt að breytast í samræmi við þróunina í samfélaginu. Í jafnréttismálunum erum við ekki síst að takast á við það verkefni að breyta gildum samfélagsins. Losa okkur úr þeim kynbundnu fjötrum sem arfur fortíðar hefur sett á okkur. Lög eru eitt af tækjunum sem eiga að móta ný viðhorf í þessum efnum og þoka okkur áfram. Lögin þurfa því að þróast í takt við þróun tíðarandans og ryðja enn nýjar brautir. Eldri jafnréttislög voru hætt að bera tilætlaðan árangur. Þegar fyrstu jafnréttislögin voru sett hér á landi var til dæmis talið að erfiðast yrði að breyta viðhorfum fólks til stöðu kynjanna en auðveldast yrði að breyta launamun kynjanna og að hann yrði horfinn innan fárra ára. Sú hefur því miður ekki orðið raunin. Niðurstöður rannsóknar um launamyndun og kynbundinn launamun sem Capacent Gallup vann fyrir félagsmálaráðuneytið árið 2006 benda til stöðnunar í launajafnréttismálum og að kynbundinn launamunur sé tæplega 16% hér á landi. Rannsókn þessi sýnir þó að umtalsverðar jákvæðar breytingar hafa orðið á starfsumhverfi og starfsháttum, vinnutíma og viðhorfi kynjanna og gefur vísbendingar um að frekari breytingar séu í sjónmáli. Ljóst er að menntun kvenna hefur stórlega aukist, þær sækja fram í atvinnulífinu og meira ber á þeim í stjórnunarstöðum. Þá hafa breytingar á fæðingar- og foreldraorlofslögunum bætt stöðu kvenna á vinnumarkaði. Umræða um þátttöku karla í jafnréttismálum hefur einnig orðið meira áberandi. Nauðsynlegt er talið að karlar komi meira að uppeldismálum og ábyrgð á heimili en verið hefur þar sem jafnréttismál séu ekki einkamál kvenna. Þar skipta fæðingarorlofslögin og endurbætur á þeim miklu máli. Þá hefur kynjasamþætting í öllum málaflokkum verið talin nauðsynleg til þess að jafnrétti náist í raun. Þessi jákvæða þróun virðist þó ekki skila sér í launaumslagið eins og ég nefndi áðan.“ Hver eru helstu nýmæli í lögunum? „Nýju jafnréttislögin ættu að vera skilvirkari en þau eldri og þau leggja ríkari skyldur á stjórnvöld að vinna að því að jafnrétti komist á í raun. Fjöldi mikilvægra nýmæla er í lögunum. Launafólki er tryggður réttur til að skýra frá launakjörum sínum ef það svo kýs. Jafnréttisstofu eru veittar auknar eftirlitsheimildir með framkvæmd laganna. Þetta er mjög mikilvægt þar sem það eykur líkurnar á að jafnréttislögin nái markmiðum sínum. Til að mynda er gert ráð fyrir að Jafnréttisstofa hafi markvisst eftirlit með því að fyrirtæki og stofnanir með fleiri en 25 starfsmenn geri jafnréttisáætlanir eða samþætti jafnréttissjónarmið í starfsmannastefnu sína. Einnig er Jafnréttisstofu veitt heimild til að fylgja eftir úrskurðum kærunefndar jafnréttismála og Jafnréttisstofa fær heimild til þess að beita dagsektum í vissum tilfellum. Þá er í nýju lögunum kveðið á um að úrskurðir kærunefndar jafnréttismála verði bindandi í stað álita áður. Einnig vil ég nefna að nú er í fyrsta sinn minnst á kynbundið ofbeldi í jafnréttislögum. Kynbundið ofbeldi er skilgreint í lögunum og framvegis verður það eitt af hlutverkum Jafnréttisstofu að berjast gegn því. Að lokum nefni ég jafnréttisþingið sem félags- og tryggingamálaráðherra skal boða til innan árs frá alþingiskosningum og aftur að tveimur árum liðnum. Ég bind miklar vonir við komandi jafnréttisþing og tel mikilvægt að nýta það til þess að fá fram hugmyndir vegna vinnu við Jóhanna Sigurðardóttir félags- og tryggingamálaráðherra er þekkt fyrir að vera einn staðfastasti hugsjónamaður íslenskra stjórnmála. Hún hefur ævinlega tekið upp hanskann fyrir þá sem minna mega sín og barist ötullega fyrir jafnrétti kynjanna. Það var því mörgum gleðiefni þegar hún var skipuð félagsmálaráðherra og Jóhanna lét ekki sitja við orðin tóm. Hún hefur þegar beitt sér fyrir setningu nýrra jafnréttislaga sem að mati flestra marka tímamót á leið kvenna til þess að njóta að fullu jafnrar stöðu á við karlmenn. NÝR KAFLI Í JAFN- RÉTTIS- BARÁTTUNNI

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.