19. júní


19. júní - 19.06.2008, Page 39

19. júní - 19.06.2008, Page 39
37 Hinn 27. febrúar 1928 strandaði togarinn Jón forseti út af Stafnesi. Fimmtán skipverjar drukknuðu en tíu komust lífs af. Líkt og venja er þegar hörmungar af þessu tagi ríða yfir var almenningur í landinu tilbúinn til að reiða fram hjálparhönd og leggja ekkjum og börnum skipverja lið. Tæpum tveimur mánuðum síðar eða 20. apríl komu saman á fund tuttugu og tvær konur sem voru fulltrúar tíu kvenfélaga og stofnuðu Mæðrastyrksnefnd. Einn hvatinn í starfi nefndarinnar var að beita sér fyrir auknum réttindum einstæðra mæðra og barna þeirra. Þess má geta í því sambandi að á Íslandi fæddust fleiri óskilgetin börn þá en víðast annars staðar í heiminum og svo hefur ekkert síður verið lengst af síðustu öld. Sú barátta var raunar hafin talsvert fyrir stofndag nefndarinnar. Björg C. Þorláksdóttir Blöndal brýndi deigt járn til bits í grein sem hún skrifaði í Skírni árið 1907 og nefndi Barnsmæður. Hún rakti lagaákvæði um barnsmæður og feður allt frá Jónsbók til aldamóta tuttugustu aldar og tíundaði þau réttindi sem konur höfðu notið í formi barnsmeðlaga. Grein hennar varð án efa til þess að Kvenréttindafélagið tók þetta mál upp á arma sína og hóf að beita sér fyrir því. „... erum svo fámennir, að við megum engan missa úr hópnum. Og þjóðfélagið ætti að álíta það skyldu sína að búa sem bezt í haginn fyrir hvern einstakling af hinni uppvaxandi kynslóð, hvort sem hann er karl eða kona, skilgetinn eða óskilgetinn.“ (Veröld sem ég vil, bls. 180) Þessi áhrifamiklu orð úr grein Bjargar eru bæði til marks um framsýni hennar og þá hreyfingu sem þarna hafði orðið fram á við í mannúðarmálum. Erindi Guðrúnar Pétursdóttur á fundi Kvenréttindafélagsins haustið 1912 er mjög á sömu nótum. Þar talar hún um réttarfarslega stöðu óskilgetinna barna og mæðra þeirra og nefnir að erfðalögunum þurfi að breyta. Hún taldi að vel færi á því að Kvenréttindafélagið tæki þetta mál upp á arma sína og kosin var nefnd til að starfa að því. Hugsjónakonur sem börðust gegn fátækt Engan þarf að undra að þær mæðgur Laufey og Bríet Bjarnhéðinsdóttir hafi hent þau á lofti og umsvifalaust séð að þarna var á ferð réttlætismál sem snerti allar konur. Fátæktin, baslið og vinnuálagið sem var að sliga konur með börn á framfæri á þessum tíma var akkilesarhæll kvennabaráttunnar og stóð í vegi fyrir allri framþróun. Bríet flytur erindi um barnalöggjöfina á Norðurlöndum á fundi árið TIL HJÁLPAR KONUM OG BÖRNUM Mæðrastyrksnefnd er áttatíu ára í ár. Þessi einstæðu hjálparsamtök eiga hvergi sinn líka í veröldinni og ómælanleg þau góðu áhrif sem þau hafa haft á samfélagið. Starf Mæðrastyrksnefndar hefur ævinlega verði samofið starfi Kvenréttindafélags Íslands og fyrsta forstöðukona nefndarinnar var einmitt þáverandi formaður KRFÍ Laufey Valdimarsdóttir Viðtal: Steingerður Steinarsdóttir Myndir: Bára Kristinsdóttir og Shutterstock

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.