19. júní - 19.06.2008, Blaðsíða 42
40
töluvert sá hópur sem til okkar
leitar. Einstæðar mæður og feður
eru stór hluti en líka fjölskyldur
sem eiga um sárt að binda.
Öryrkjum og öldruðum hefur
fjölgað verulega og einnig
erlendum borgurum sem hingað
koma til að leita gæfunnar en
finna hana ekki. Þá rekast þeir
á veggi. Í þeim tilfellum þegar
fyrirtæki sem hafa ráðið til sín
erlent starfsfólk fara á hausinn
eru starfsmennirnir settir út á
Guð og gaddinn. Þeir koma svo
til okkar. “
Eru starfandi
Mæðrastyrksnefndir víðar en
í Reykjavík?
„Ég veit að Mæðrastyrksnefndir
eru starfandi á Akureyri, í
Hafnarfirði og í Kópavogi.“
Er starfið fólgið í einhverju
öðru en að úthluta mat og
öðrum nauðsynjum?
„Já, við höfum verið í samstarfi
við Velferðarsjóð barna og
styrkt börn til sumardvalar í
sumarbúðum og börn sem eru
að fara að fermast. Starfið er
þónokkuð fjölþætt því það er
heilmikið stúss í kringum svona
starfsemi. Ég hef þurft að fara
heim til fólks og ræða við það og
halda allri pappírsvinnu til haga.
Nefndin á eigið húsnæði í Hátúni
12 og það þarf að halda utan um
það og við erum með opið allt
árið nema um hásumarið þegar
lokað er um orlofstímann.“
Ragnhildur og samstarfskonur
hennar í Mæðrastyrksnefnd eiga
þakkir skildar fyrir sitt mikla og
óeigingjarna starf og vonandi
rennur einhvern tíma upp sú tíð
að ekki verði þörf fyrir nefndina.
Mæðr
astyrk
snefnd
er sta
rfrækt
af
átta kv
enfélö
gum í
Reykja
vík.
Það er
u Kven
réttind
afélag
Ísland
s, Féla
g hásk
ólakve
nna og
kvens
túdent
afélag
ið, Hv
ítaban
dið,
Hvöt,
félag s
jálfstæ
ðiskve
nna,
Kvenf
élag fr
amsók
narkve
nna,
Kvenf
élag A
lþýðuf
lokksi
ns og
Thorv
aldsen
sfélag
ið.
Þrír fu
lltrúar
frá hv
erju fé
lagi
eru í n
efndin
ni og v
inna
sjálfbo
ðaliða
störf.