19. júní - 19.06.2008, Blaðsíða 16
14
Kristín og Halla eru eigendur
fjármálafyrirtækisins Auður
Capital sem nýlega fékk
starfsleyfi sem verðbréfafyrirtæki.
Þær segja Auði Capital mannlegt
fjármálafyrirtæki stofnað af
konum sem ætlað er að leysa
úr læðingi fjárhagsleg og
samfélagsleg verðmæti með
því að beita nýrri nálgun í
fjármálaþjónustu. Hér er þó ekki
á ferðinni nein byltingastofnun
heldur nýr valkostur. En hver
var hugsunin að baki stofnunar
Auðar Capital?
„Þegar við hittumst fyrst vorum
við með óljósar hugmyndir
í maganum um að einhver
tækifæri væri að finna á
fjármálamarkaði með því að
beita nálgun kvenna,“ segir Halla.
„Til þess að sannreyna að um
raunverulegt viðskiptatækifæri
væri að ræða þá lögðumst við
einfaldlega í gaumgæfilega
athugun á annars vegar
breytingum sem eru að eiga sér
stað á högum kvenna og hins
vegar þeim breytingum sem eru
að eiga sér stað í samfélaginu
almennt.
Þær breytingar á högum
kvenna sem komu okkur svo
skemmtilega á óvart voru
staðreyndir eins og að 2/3 þeirra
sem útskrifast úr háskólum eru
konur, þær eru í meirihluta í
nærri öllum deildum háskóla
ekki bara hér á landi heldur líka í
löndunum í kringum okkur, þær
eru í auknum mæli farnar að
taka við æðstu stöðum og eru
í lykilhlutverkum í fyrirtækjum,
farnar að taka ábyrgð á rekstri
og skila góðu starfi þar. Þær
eru sjaldnar eigendur fyrirtækja
en sífellt fleiri fyrirtæki eru
þó stofnuð af konum. Að
undanförnu hafa þær víða um
heiminn verið að stofna fleiri
fyrirtæki en karlar. Þeirra fyrirtæki
lifa líka gjarnan lengur og standa
betur í skilum. Við sáum því
mörg tækifæri í þessum jákvæðu
staðreyndum.“
„Ekki má gleyma mikilvægum
punkti og hann er sá að fjárauður
kvenna er að vaxa,“ bætir Kristín
við. „Nýleg bresk rannsókn
sýnir að þar í landi munu fleiri
konur vera milljónamæringar
innan fimmtán ára en karlar.
Ástæðan er fyrst og fremst sú að
mannauður þeirra er að vaxa. Við
munum því stöðugt sjá fleiri og
fleiri konur fara fyrir fé en á sama
tíma erum við með fjármálageira
sem virðist ekki átta sig á
þessum breytingum.“
Gildismat fjárfesta að
breytast
Halla bendir einnig á að í
Bretlandi eigi konur þegar nær
helming alls fjármagns.
„Við búum við fjármálageira
sem skapaður hefur verið
mestmegnis af körlum fyrir
karla,“ segir hún. „Sérstaklega
fjárfestingahluti fjármálageirans
og það er kannski eðlilegur
hluti af því hvernig þessi geiri
þróaðist á sínum tíma en
endurspeglar ekki núverandi
stöðu eða hvernig hlutir munu
þróast í framtíðinni. Við sáum að
myndast hafði ákveðið bil milli
þess sem er að gerast hjá konum
og þess sem gekk og gerðist í
fjármálageiranum og ákváðum
því að stofna Auði Capital til að
brúa það bil.
Til viðbótar finnst mér
mikilvægt að við sáum að
gildismat margra fjárfesta er
að breytast. Í dag hefur þeim
fjölgað mjög sem skilgreina
arðsemi á víðari máta en áður
var gert. Varla er til sá fjárfestir
sem ekki vill fjárhagslega
arðsemi, það er forsenda sem
þú gefur þér, en þeim fjölgar
sífellt sem vilja annars konar
arðsemi til viðbótar. Það má
kalla það samfélagslegan arð
og felst meðal annars í að vilja
heilbrigðara umhverfi, fyrirtæki
með gott siðferði og góða
stjórnarhætti og því fjárfesta
þeir í fyrirtækjum sem breyta
rétt gagnvart samfélögum,
starfsmönnum og umhverfinu.
Það er að verða til annars konar
gildismat og fjármálageirinn og
kannski viðskiptalífið, ef maður
alhæfir svolítið, hafa ekki horft til
þessara breytinga því það hafa
gefist næg tækifæri í viðskiptum
án þess að huga að öðru en
fjárhagslegum ábata en hlutirnir
eru að breytast. Auður Capital
er nýtt fjármálafyrirtæki með
aðrar áherslur. Það má segja að
við ætlum að vera mannlegt
fjármálafyrirtæki.“
„Í rauninni sjáum við þarna
hreint og klárt viðskiptatækifæri
sem við ákváðum að sækjast
eftir,“ segir Kristín. „Við teljum
að það sé pláss fyrir fyrirtæki
eins og Auði Capital en það er
fyrirtæki sem er óhrætt við að
koma með kvenlegri gildi inn í
fjármálageirann.“
Konur sýsla með eigið fé
Þegar talað er um að fjárauður
kvenna sé að aukast hvað er þá
átt við?
„Ef við hugsum um það þá er
það auðvitað þannig að konur,
að minnsta kosti í vestrænum
ríkjum, eiga ansi stóran hluta alls
fjármagns “ segir Kristín. „Þær fara
hins vegar sjaldnast fyrir þessu
fé. Í tilfelli hjóna eru eignirnar
sameiginlegar en það er oftar
þannig að eiginmaðurinn, synir
eða aðrir karlar innan fjölskyldna
fari fyrir fénu. Við teljum hins
vegar svo ég ítreki það enn og
aftur að hlutirnir séu að breytast
og stöðugt fleiri konur vilji fara
fyrir sínu fé sjálfar. Um leið og
þær finna að á fjármálamarkaði
bjóðist samstarfsaðilar sem hafa
gildi sem eru líkari þeirra eigin þá
muni það verða þeim hvatning
til að sækja fram og taka málin í
sínar hendur.
Hingað til hefur mörgum
konum þótt fjármálaheimurinn
fráhrindandi og
hálfógnvænlegur eða
óaðgengilegur því þar eru hefðir,
gildi og einhverskonar ára sem
ekki hugnast flestum konum.
En við teljum að með því að
koma inn á markaðinn með
fjárfestingatengda þjónustu sem
höfðar meira til þess hóps muni
áhuginn vakna.“
„Við viljum einfaldlega sjá
að fjárfestingaþjónusta sé
aðgengileg fyrir fleiri,“ bætir Halla
við. „Fjárfestingatengd þjónusta
og fjárfestingabankaþjónusta er
„En þori ég, get ég, vil ég?“ Söng kvennakór á kvennafrídaginn
árið 1975. Hann gæti vel hafa verið að spá fyrir um að eftir þrjá
áratugi þaðan í frá yrði að finna í íslensku fjármálalífi konur á
borð við Kristínu Pétursdóttur og Höllu Tómasdóttur. Konur
sem vita að þær geta, hafa ástríðufullan vilja til að vinna og þora
að fara eigin leiðir að markinu.
HÆTTUM AÐ MALA OG
LÁTUM VERKIN TALA