19. júní


19. júní - 19.06.2008, Síða 26

19. júní - 19.06.2008, Síða 26
24 störfum á mínum vegum sem vinnur að fyrstu áætlun Íslands í baráttunni gegn mansali. Sú áætlun verður mikilvægt innlegg í baráttuna gegn kynbundnu ofbeldi.“ Jafnréttisstofu er jafnframt gert að hafa aukið eftirlit með framkvæmd laganna, t.d. innan fyrirtækja eða stofnana. Er hægt að nefna dæmi um hvernig þessu aukna eftirliti verður háttað? „Ég geri ráð fyrir eftirlitið verði með margvíslegum hætti en á þessu stigi er erfitt að segja nákvæmlega til um hvernig það verður framkvæmt. Ætla má að Jafnréttisstofa setji sér verklagsreglur á grundvelli heimilda sinna samkvæmt lögunum og væntanlegum reglugerðum settum samkvæmt þeim.“ Kærunefnd jafnréttismála hefur einnig fengið aukið vald. Hver er helsta breytingin þar? „Helsta breytingin er að nefndin kveður nú upp bindandi úrskurði um hvort ákvæði laganna hafi verið brotin í stað álita áður. Með þessu fá niðurstöður kærunefndar meira vægi en borið hefur við að álit nefndarinnar séu ekki virt. Jafnréttisstofa getur nú að beiðni kæranda fylgt því eftir að úrskurðum kærunefndar jafnréttismála sé framfylgt eftir því sem við getur átt. Þegar ekki er farið að úrskurði kærunefndar getur Jafnréttisstofa ákveðið dagsektir þar til bætt verður úr. Slík mál verður auðvitað að meta í hvert skipti. Þá má einnig nefna að kærunefndin fær heimildir til að úrskurða um kostnað málsaðila. Bæði getur hún ákveðið að sá sem kæra beinist gegn greiði kæranda kostnað og einnig sé kæra tilefnislaus að sá sem kærir greiði málskostnað. Einnig er rétt að nefna að gjafsókn er veitt kæranda í tilvikum þegar úrskurður kærunefndar er kæranda í hag og sá sem var kærður hefur höfðað mál til ógildingar úrskurðinum.“ Jafnréttisþing eru meðal nýmæla í lögunum og þar er talað um slíkt þing að ári liðnu og aftur eftir þrjú ár. Hvernig verður þeim þingum háttað og munu þau verða fastur liður í framtíðinni eða bara tvö? „Jafnréttisþingi er ætlað að vera vettvangur þeirra sem fjalla um jafnréttismál en markmiðið með þinghaldinu er að hvetja til virkari umræðu um jafnréttismál meðal almennings og þar með á sem flestum sviðum samfélagsins. Jafnréttisþingið er öllum opið en lagt er til að Jafnréttisráð boði ákveðna aðila til þingsins. Ennfremur er gert ráð fyrir að Jafnréttisráð sjái um að umræður þingsins verði teknar saman og afhendi ráðherra samantektina. Ég mun sem félags- og tryggingamálaráðherra leggja fram skýrslu um stöðu og þróun jafnréttismála við upphaf jafnréttisþings. Ljóst er að meðan lögbundið er að halda jafnréttisþing verður það gert í samræmi við ákvæði laganna.“ Eru einhver viðurlög við því að birta auglýsingu sem er öðru kyninu til minnkunar, lítilsvirðingar eða stríðir gegn jafnri stöðu og jöfnum rétti kynjanna? „Já, brot á lögunum varðað sektum og þar með talin brot gegn ákvæðinu um birtingu slíkra auglýsinga. Dómstólar ákvarða slíkar sektir.“ En svona að lokum, hvernig líst þér á framtíð jafnréttisbaráttunnar? „Baráttan fyrir jafnrétti kynjanna virðist stundum vera endalaus, en ég vona að við séum að hefja nýjan kafla í jafnréttisbaráttunni með nýju jafnréttislögunum. Samkvæmt minni reynslu dugar lagasetning ein og sér þó ekki til. Til þess að ná árangri þarf markvissar aðgerðir og eftirfylgni og það þarf að kalla samfélagið allt til ábyrgðar. Jafnréttismálin eru eitt af helstu forgangsmálum þessarar ríkisstjórnar og nú höfum við samþykkt metnaðarfull jafnréttislög og tryggt að þeim verði fylgt eftir með markvissum aðgerðum. Aðilar vinnumarkaðarins virðast einnig sammála um að nú sé tími breytinga runninn upp. Ég er því bjartsýn um framhaldið og þykist skynja aukin vilja í þjóðfélaginu öllu. Jöfn tækifæri kvenna og karla eru ekki aðeins réttlætismál heldur felast í jafnréttinu sóknarfæri fyrir viðskiptalífið og samfélagið allt. Við töpum öll á því ef konur fá ekki að nýta sér hæfileika sína og krafta til fullnustu. “ „Í jafnr éttismá lunum erum v ið ekki síst að takast á við þ að verk efni að breyta gildum samfé lagsins . Losa okkur úr þeim kynbu ndnu fj ötrum sem ar fur fort íðar he fur sett á okku r. Lög eru eitt af tækjun um sem eiga að móta n ý viðho rf í þes sum ef num og þoka o kkur áf ram.“ „Jöfn tækifæri kvenna og karla eru ekki aðeins réttlætismál heldur felast í jafnréttinu sóknarfæri fyrir viðskiptalífið og samfélagið allt. Við töpum öll á því ef konur fá ekki að nýta sér hæfileika sína og krafta til fullnustu.“ „Vitað er að fjöldi kvenna sætir kynbundnu ofbeldi sem er mikil hindrun í því að konur njóti jafnréttis á við karla.“

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.