19. júní


19. júní - 19.06.2008, Blaðsíða 23

19. júní - 19.06.2008, Blaðsíða 23
21 Denise gekk sífellt lengri í daðri sínu við Charles og var farin að heimsækja hann þegar Letitia ákvað að nóg væri komið og sleit sambandinu við Denise. Í því tilfelli hafði vinkonan ekki erindi sem erfiði. Það hafði Gretchen aftur á móti og henni tókst að eyðileggja samband bestu vinkonu sinnar við fyrsta kærasta sinn. Hún segir: „Ég gerði mér grein fyrir að ég hafði misst vinkonu sem hafði reynst mér vel en það skipti mig ekki mestu máli. Það sem pirraði mig mest var að hún hafði haft rétt fyrir sér um hann. Hann var leiðinlegur og kunni ekki að kyssa.“ Margar kvennanna segja einnig frá því hvernig skilnaður eða makamissir verður þess valdandi að þær missa vinkonurnar. Einhver ótti eða óöryggi gagnvart þeim verður til þess að þeim er ekki lengur boðið í veislur, ekki teknar með í ferðir eða á skemmtanir og margt fleira. Í sumum tilfellum virðast vinkonurnar öfunda þær af frelsinu en í öðrum líta niður á þær vegna þess að þær eiga ekki maka. Sorglegt ef satt er. Niðurstaða höfundar er sú að konur þurfi að gera sér grein fyrir þessum þáttum í fari sínu og taka á þeim af þroska og yfirvegun. Þær þurfi að læra að keppa við karla fremur en aðrar konur. Að auki sé einstakt frelsi í því fólgið að losa sig undan öllum þeim kröfum sem hin eilífa samkeppni skapi konunni. Þá sé kannski von um að raunveruleg samstaða og stuðningur verði til kvenna á meðal. Öfund er líka til meðal kvenna Texti: Steingerður Steinarsdóttir

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.