19. júní


19. júní - 19.06.2008, Side 25

19. júní - 19.06.2008, Side 25
23 nýja framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum.“ Í lögunum er ákvæði sem tryggir að launafólk geti skýrt frá launum sínum ef það kýs. Hvaða augum lítur ráðherra afnám launaleyndar í samfélaginu? „Ákvæðið er í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um að tryggður verði réttur launafólks til að skýra frá launakjörum sínum ef það svo kýs. Ég hef lengi verið talsmaður þess að afnema launaleynd á íslenskum vinnumarkaði og ég tel að með ákvæðinu sé stigið mikilvægt skref í áttina að því að útrýma kynbundnum launamun. Í skjóli launaleyndar hefur misrétti þrifist og með því að heimila fólki að tjá sig um laun sín erum við að stuðla að betra og réttlátara launaumhverfi.“ Ofbeldi gegn konum er nú talið jafnréttismál og Stígamót og Kvennaathvarf eiga sameiginlegan fulltrúa í Jafnréttisráði. Hverju vonast menn til að þetta skili? „Eitt af markmiðum nýju jafnréttislaganna er að vinna gegn kynbundnu ofbeldi og þykir það því sérstaklega mikilvægt að Kvennaathvarfið og Stígamót eigi sameiginlegan fulltrúa í jafnréttisráði. Vitað er að fjöldi kvenna sætir kynbundnu ofbeldi sem er mikil hindrun í því að konur njóti jafnréttis á við karla. Sú víðtæka þekking á kynbundnu ofbeldi sem til staðar er bæði hjá Kvennaathvarfinu og Stígamótum er afar mikilvæg í allri stefnumótun sem snertir kynbundið ofbeldi, en samkvæmt lögunum skal jafnréttisráð vera félags- og tryggingamálaráðherra og framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu til ráðgjafar við faglega stefnumótun í málum er tengjast jafnrétti kynjanna. Í þessu sambandi er vert að nefna það einnig að nú er nefnd að Jóhanna Sigurðardóttir félags- og tryggingamálaráðaherra um ný jafnréttislög Viðtal: Steingerður Steinarsdóttir Myndir: Bára Kristinsdóttir

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.