19. júní - 19.06.2008, Blaðsíða 47
45
Á aðalfundi KRFÍ, sem haldinn
var 18. apríl 2007, voru eftirtaldar
kosnar í stjórn félagsins: Þorbjörg
I. Jónsdóttir formaður, Margrét
K. Sverrisdóttir varaformaður,
Margrét Steinarsdóttir gjaldkeri,
Helga Guðrún Jónasdóttir ritari
auk eftirtalinna meðstjórnenda:
Hildur Helga Gísladóttir,
Ragnhildur G. Guðmundsdóttir,
Sólborg A. Pétursdóttir og
Svandís Ingimundardóttir. Eftir
Alþingiskosningarnar 11. maí
2007 var kallað eftir tilnefningu
fulltrúa þeirra stjórnmálaflokka
sem sæti eiga á Alþingi, í
aðalstjórn KRFÍ. Í kjölfarið
komu nokkrir nýjir fulltrúar
flokkanna inn í aðalstjórnina
sem að hausti var skipuð
eftirtöldum aðilum: Aðalheiði
Franzdóttur fyrir Samfylkinguna,
Ásgerði Jónu Flosadóttur
fyrir Frjálslynda flokkinn,
Hildigunni Lóu Högnadóttur
fyrir Sjálfstæðisflokkinn,
Maríu Mörtu Einarsdóttur
fyrir Framsóknarflokkinn og
Silju Báru Ómarsdóttur fyrir
Vinstrihreyfinguna – grænt
framboð. Um áramótin vék
Aðalheiður síðan úr
aðalstjórninni og inn kom
í hennar stað Heiða Björt
Pálmadóttir fyrir Samfylkinguna.
Starfið
Starf KRFÍ var viðburðarríkt
árið 2007, enda fagnaði
félagið aldarafmæli sínu
á því ári. Í aðdraganda
Alþingiskosninganna tók KRFÍ
þátt í fundaröð, í samvinnu við
önnur kvennasamtök, undir
yfirskriftinni „Stefnumót við
stjórnmálaflokkanna“. Tveir fundir
voru haldnir, sá fyrri í febrúar og
sá síðari í apríl, þar sem fjallað var
um launamun kynjanna.
Sumartíminn, sem að öllu jöfnu
eru rólegur í starfsemi félagsins,
var einnig viðburðaríkur, einkum
júnímánuður. Í byrjun júní stóð
KRFÍ fyrir alþjóðlegri ráðstefnu
á Grand Hótel í Reykjavík.
Yfirskrift ráðstefnunnar, sem fór
fram á ensku, var: A Place for
Prostitution? Gender Equality
and Respect in Modern
Societies (Fara vændi og virðing
saman í nútímaþjóðfélagi?).
Fjórir frummælendur voru
á ráðstefnunni, þar af
tveir erlendir gestir, þær
Rosy Weiss frá Austurríki,
sem er forseti alþjóðlegu
kvenréttindasamtakanna
International Alliance of
Women (IAW), og Marit
Kvamme frá Noregi, sem situr
í stjórn Women´s Front of
Norway og Network Against
Prostitution and Trafficking
in Women. Einnig tóku þátt
Rachael Lorna Johnstone,
lektor við Háskólann á Akureyri
og Ágúst Ólafur Ágústsson,
varaformaður Samfylkingarinnar.
Guðrún Jónsdóttir, talskona
Stígamóta sá um fundarstjórn.
Tilgangur ráðstefnunnar var
að ræða fleiri fleti á vændi en
hvort gera ætti kaup á vændi
refsiverð. Erindin voru öll mjög
áhugaverð og spunnust einnig
líflegar umræður í lokin þegar
áheyrendur áttu þess kost
að bera upp spurningar til
pallborðsþátttakenda.
Í tengslum við heimsókn Rosy
Weiss til landsins var einnig
haldinn opinn fundur á Akureyri
þar sem Rosy kynnti starfsemi
og sögu IAW og Þorbjörg I.
Jónsdóttir fór yfir samstarf KRFÍ
við samtökin. Einnig greindi
Margrét María Sigurðardóttir,
þáverandi framkvæmdastýra
Jafnréttisstofu, frá stöðu
jafnréttismála á Íslandi.
Á 19. júní var hefðbundin
dagskrá í tilefni afmælis
kosningarréttar kvenna; farið
var í göngu á kvennaslóðir í
Þingholtunum og Kvosinni undir
leiðsögn Kristínar Ástgeirsdóttur
sagnfræðings, konur voru
hvattar til að vera í og/eða bera
eitthvað bleikt í tilefni dagsins.
KRFÍ, Kvenfélagasamband
Íslands og Bandalag kvenna í
Reykjavík buðu til móttöku á
Hallveigarstöðum að lokinni
göngu þar sem um hundrað
konur komu saman. Um
kvöldið efndi Kvennakirkjan
að venju til kvennamessu við
Þvottalaugarnar í Laugardalnum
í samstarfi við KRFÍ og
Kvenfélagasamband Íslands.
Þennan dag kom einnig út ársrit
KRFÍ, 19. júní, sem Steingerður
Steinarsdóttir ritstýrði. Hænir sá
um auglýsingasölu og Prentmet
um prentvinnslu. Tímaritið var
sent öllum félagsmönnum
en að öðru leyti er því dreift
endurgjaldslaust.
Í lok júní hélt stjórn KRFÍ
norður Vatnsdal í Austur-
Húnavatnssýslu þar sem
afhjúpaður var minnisvarði
um Bríeti Bjarnhéðinsdóttur
á fæðingarstað hennar að
Haukagili í Vatnsdal. Uppsetning
bautasteinsins var framkvæmd
í samvinnu við hreppsnefnd
Austur-Húnavatnssýslu
og ábúendur á Haukagili.
Margrét Sverrisdóttir flutti
SKÝRSLA STJÓRNAR
KVENRÉTTINDAFÉLAGS
ÍSLANDS, STARFSÁRIÐ
2007-2008