19. júní


19. júní - 19.06.2008, Blaðsíða 32

19. júní - 19.06.2008, Blaðsíða 32
30 Simone var afburðagreind. Aðeins tuttugu og eins árs tók hún agrégation-próf í heimspeki en slík próf þreyttu menn í Frakklandi til að freista þess að fá góðar stöður við menntastofnanir. Þeir sem best stóðu sig voru kallaðir agrégés og var Simone ein þeirra og að auki yngsti stúdent sem náð hafði þessu prófi. Þessi sérstæða stúlka ólst upp í virðulegri borgarafjölskyldu og var sú eldri af tveimur dætrum foreldra sinna. Hún fæddist þann 9. janúar árið 1908 í París. Georges Bertrand, faðir hennar var af lágaðli og hafði eitt sinn dreymt um að gerast leikari en af því varð ekki. Hann lærði lög og var ríkisstarfsmaður allt sitt líf. Hann hafði þó ávallt mikla ánægju af leikhúsi og bókmenntum og hann var trúlaus. François Brasseur hét móðir hennar og var af ríku fólki komin. Hún var hins vegar mjög trúuð og vildi ala börn sín upp í kaþólskri trú. Simone gekk því í kaþólskan stúlknaskóla til sautján ára aldurs og hlaut þar undirstöðumenntun. Sem barn var hún ákaflega trúuð en þegar hún var fjórtán ára varð eitthvað til þess að hún missti trúna og upp frá því var hún trúlaus. Simone var ákaflega forvitið barn og pabbi hennar hélt af þeim sökum að henni alls konar bókum um hin ýmsu fræði. Viðleitni hans bar ríkulegan ávöxt því Simone skaraði alls staðar fram úr. Samband hennar við föður sinn var þó blendið því hann hafði alla ævi samviskubit yfir að geta ekki reitt fram heimanmund með dætrum sínum og hafði lítinn skilning á því að eldri dóttir hans vildi síst af öllu giftast og eignast börn. Hjónband kom aðeins einu sinni til greina af hennar hálfu en þá stóð til að hún tæki saman við Jacques Champigneulle frænda sinn. Hún kaus þó frekar að lifa lífi fræðimanns. Aðeins Sartre var hærri Í kjölfar trúmissisins kviknaði áhugi hennar á því að kenna heimspeki. Hún lauk BA-prófi í heimspeki og stærðfræði frá kaþólskum skóla árið 1926 og sama ár stóðst hún próf sem gáfu henni skírteini um að hún hefði lokið æðri menntun í frönskum bókmenntum og latínu. Framhaldsnám í heimspeki stundaði hún í Sorbonne og hafði hugsað sér að ljúka certificates eða lokprófi í sögu heimspekinnar, almennri heimspeki, grísku og rökfræði árið 1927 og ári síðar í siðfræði, þjóðfélagsfræði og sálfræði. Lokaritgerð sína í heimspeki skrifaði hún um Leibniz en að hennar mat snerist heimspekin fyrst og fremst um umræðu um og skoðun á því sem manninum væri nauðsynlegt til að lifa. Árið 1929 tók hún svo agrégation-prófið sem fyrr var nefnt og náði betri einkunn en bæði Paul Nizan og Jean Hyppolite. Jean Paul Satre var ofurlítið hærri en hafa ber í huga að hann var að taka prófið í annað sinn. Karlarnir höfðu einnig allir sótt undirbúningstíma. Prófið varð örlagaríkt í fleiri en einum skilningi því hún varð yngsti heimspekikennari Frakklands og vegna þess góða árangurs sem hún náði fór Satre fram á að vera kynntur fyrir henni. Þá hitti hún í fyrsta sinn manninn sem varð elskhugi hennar. Þau áttu í opnu ástarsambandi upp frá þessu meðan bæði lifðu en giftust aldrei þótt Satre bæði hennar árið 1931. Þau eignuðust engin börn saman og bjuggu heldur aldrei saman. Þetta nýstárlega samband var fyllilega í anda skoðana Simone á kvenfrelsi. Hún vildi losna undan þeim höftum sem henni fannst borgaralegar kröfur samfélagsins setja konum. Hún átti í ástarsamböndum við bæði menn og konur og var ákaflega frjálslynd í kynferðismálum ef tekið er tillit til tíðarandans á þessum árum. Leiða má getum að því að fyrsta ástin í lífi hennar hafi raunar verið kona. Þær kynntust í stúlknaskólanum sem hún gekk í en Elizabeth Mabille, kölluð Zaza, dó árið 1929 úr heilahimnubólgu. Simone bæði talaði og skrifaði um vináttu þeirra en hún taldi að dauða vinkonu hennar hefði verið flýtt því að þegar hún dó stóð hún í deilum við fjölskyldu sína vegna þess að samið hafði verið um að hún giftist þvert gegn vilja sínum. Upphaf rithöfundarferilsins Simone kenndi á menntaskólastigi á fjórða áratug síðustu aldar, fyrst í Marseilles og síðar í Rouen. Hún fékk opinbera áminningu í Rouen fyrir að gagnrýna stöðu kvenna HÚN VARÐAÐI VEGINN Í ár er hundrað ára ártíð franska rithöfundarins, heimspekingsins og baráttukonunnar Simone de Beauvoir. Hún var meðal fremstu hugmyndasmiða existentialismans og afburðasnjall rithöfundur. Bók hennar Hitt kynið mótaði umfram flestar aðrar hugmyndir manna um konur og kvenfrelsi. Byltingarkenndasta kenning hennar var sú að enginn fæðist kona heldur verði kona. Simone tók lítinn þátt í Andspyrnuhreyfingunni en hún var engu að síður virk í pólitískri andspyrnu við nasista. Hæfni Simone á ritvellinum varð til þess að hún varð fræg. Sartre var það líka og samband þeirra varð til að draga þau bæði enn frekar fram í sviðsljósið.

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.