19. júní


19. júní - 19.06.2008, Blaðsíða 31

19. júní - 19.06.2008, Blaðsíða 31
29 50 vaknað spurningar um hvort það sem hér er lagt til standist grundvallarákvæði stjórnarskrár um réttarfar. Hvort hér er lagt upp í vegferð sem er til hagsbóta fyrir jafnréttið í landinu skal ósagt látið, en ég hefði talið mun heppilegra að einfalda réttarfarsúrræðin og sníða þau að þeim reglum sem almennt gilda í landinu. Bæði valda svona flóknar reglur því að fólk leitar ekki réttar síns og eins verður umræðan um flækjustigið til þess að kasta rýrð á annars mjög brýnan málaflokk. Annað atriði sem ég óttast að virki ekki sem skyldi er ákvæði 3. mgr. 19. gr.: Starfsmönnum skal ávallt heimilt að skýra frá launakjörum sínum ef þeir kjósa svo. Nú er það svo að atvinnurekendur krefja starfsmenn sína um að greina ekki frá launakjörum og er þetta brýnt fyrir fólki við ráðningu til starfs. Ég á eftir að sjá það að starfsmenn muni óhlýðnast slíkum fyrirmælum þrátt fyrir lagaákvæði af þessu tagi. Það verður spennandi að sjá hvernig ný jafnréttislög koma til með að verða í framkvæmd. Hér er mikil áhersla lögð á úrræði Jafnréttisstofu. Til að þessi úrræði virki er nauðsynlegt að skapa Jafnréttisstofu þau skilyrði sem þarf, fjármagn og hæfa starfsmenn. Eins og staðan er í dag heyrist lítið frá Jafnréttisstofu og staðsetning hennar á Akureyri gerir það að verkum að starfsmenn eiga erfitt með að sækja fundi til Reykjavíkur og mikill tími fer í ferðir. Með tilkomu nýrra jafnréttislaga er eitt atriði þó alveg ljóst. Verkefni þeirra lögfræðinga sem teljast vera sérfræðingar í jafnréttismálum koma til með að aukast

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.