Gerðir kirkjuþings - 1998, Qupperneq 15
1998
30. KIRKJUÞING
Sjálfur er ég í meira lagi þakklátur fyrir það tækifæri sem mér hlotnaðist með því að
geta haft um það nokkra forystu af hálfu stjómvalda að móta nýjan kirkjurétt og færa
kirkjunni aukið sjálfstæði. Við byijuðum á því að færa prestssetrin og nokkur önnur
verkefhi frá ráðuneytinu yfir til kirkjunnar fyrir nokkrum árum. Það var mjög
mikilvægt upphaf að því sem síðar skyldi koma og er nú orðið að veruleika.
Á haustdögum urðu einnig vemleg þáttaskil í fjárhagslegum tengslum ríkisins og
þjóðkirkjunnar. Kirkjumálaráðherra, fjármálaráðherra og biskup íslands undirrituðu
þá nýjan rammasamning um þau efhi. Hér er um nýlendu að ræða, sem reist er á þeim
grunni, sem hér hefur verið vísað til í nýjum kirkjurétti og með lyktum
kirkj ueignamála.
Framlögum ríkisins til kirkjunnar er komið í fast skipulagsbundið form. En í
meginatriðum eru þessi framlög endurgjald fýrir þær eignir, sem kirkjan hefur lagt til
ríkisins. Þá var reynt að leysa ýmis fjárhagsleg úrlausnarefni, sem ella hefðu getað
leitt til nokkurra erfiðleika í kirkjurekstrinum.
Þessi fjármálasamningur er því í raun staðfesting á því aukna sjálfstæði, sem kirkjan
er að öðlast. Hann er raunverulegt tákn um þær breytingar, sem eru að eiga sér stað.
En umfram allt er það markmiðið með þessum samningi af hálfu ríkisins að treysta
fremur en hitt fjárhagslegar undirstöður kirkjustarfsins.
Ekkert af þessu hefði hins vegar gerst ef ekki hefði komið frumkvæði, áhugi og vilji
frá forystumönnum kirkjunnar. Sérstök nefhd kirkjunnar með aðild ráðuneytisins
starfaði að þessum málum og lagði megin línur. Þar var í öllum aðalatriðum mótuð sú
stefna um stöðu og starfshætti þjóðkirkjunnar, sem nú er að verða að veruleika.
Jafnframt voru settar á fót viðræðunefndir ríkis og kirkju til þess að leiða til lykta þau
álitaefni um eignamál kirkjunnar, sem svo lengi höfðu verið óútkljáð. I þeim efnum lá
einnig fyrir mikilvæg skýrsla og söguleg greinargerð, sem vissulega var grundvöllur
þess að ljúka mætti málinu.
Forystu um þessar miklu löggjafarbreytingar af hálfu kirkjunnar, hafði fyrrum biskup
Islands, herra Ólafur Skúlason. Áhugi hans og einbeittur vilji réði miklu um það
hversu skjótt og vel tókst, að vinna málinu framgang bæði innan kirkjunnar og utan.
Eg vil nota þetta tækifæri til þess að þakka það mikilvæga forystustarf, þar sem
vissulega var verið að ryðja nýjar brautir.
Það leiðir hugann að því að það eru einnig tímamót hér í dag í þeim skilningi að nýr
biskup íslands, herra Karl Sigurbjömsson, kallar nú saman kirkjuþing í fýrsta sinn á
biskupsferli sínum. Honum er enn á ný fagnað í mikilvægu hlutverki.
Víst er að á herðum nýs biskups hvílir mikil ábyrgð og hann á fyrir höndum
vandasöm úrlausnarefni. Þó að það hafi sannarlega verið talsverð þraut að koma fram
þeim breytingum á kirkjuréttinum, sem hér hafa verið gerðar að umtalsefni, má öllum
ljóst vera að sú þraut verður öllu þyngri að laga störf kirkjunnar að nýjum aðstæðum
og háttum.
Verkefnið, sem við blasir, er að nota það aukna olnbogarými, sem kirkjan hefur
fengið, til þess að efla kirkjustarfið og treysta undirstöður þess. Stundum er það sagt,
10