Gerðir kirkjuþings - 1998, Blaðsíða 285
1998
30. KIRKJUÞING
29. mál
Endanleg gerð.
Starfsreglur um embættiskostnað sóknarpresta.
1. gr.
Prestar og prófastar þjóðkirkjunnar fá greiddan embættiskostnað í samræmi við reglur
þessar.
Til embættiskostnaðar teljast eftirtaldir kostnaðarþættir:
1. Skrifstofukostnaður.
1.1. Afnot af húsgögnum á skrifstofu
1.2. Afnot af skrifstofuáhöldum
1.3. Pappír, skriffæri, handbækur o.fl.
1.4. Ræsting og lýsing skrifstofurýmis
1.5. Kynding skrifstofurýmis
2. Símakostnaður
3. Póstkostnaður
4. Embættisklæði.
Prestar og prófastar sem reka embættisskrifstofu á heimili sínu fá greiddan kostnað
skv. liðum 1. til 3. Allir prestar og prófastar fá greiddan kostnað skv. 4. lið.
2. gr.
Skrifstofukostnaður samkvæmt liðum 1.1, 1.2, 1.3, og 1.4. í 1. grein greiðist
mánaðarlega. Skrifstofukostnaður prests er ákveðinn kr. 4.200 en prófasta kr. 4.500.
3. gr.
Prestar og prófastar, sem búa í húsnæði, er prestssetrasjóður leggur þeim til, fá
mánaðarlega greiddan kostnað við kyndingu vegna skrifstofurýmis sem hér segir:
1. Fyrir húsnæði, sem kynt er með olíu, rafmagni eða vatni frá hitaveitu á
sambærilegu verði, greiðist kr. 1.284.
2. Fyrir húsnæði, sem kynt er með vatni frá hitaveitu á verðlagi, sem er allt að 60-80%
af kostnaði skv. lið 1., greiðist 70% eða kr. 899.
3. Fyrir húsnæði, sem kynt er með vatni frá hitaveitu á verðlagi, sem er allt að 60% af
kostnaði skv. lið 1., greiðist 40% eðakr. 513.
Fyrir húsnæði, þar sem prestar eða prófastar greiða óverulegan eða engan
hitunarkostnað, kemur engin greiðsla fýrir upphitun skrifstofurýmis.
Biskupsstofa framkvæmir ofangreinda flokkun embættisbústaða í samráði við
Prestafélag íslands.
4. gr.
Símakostnaður greiðist þannig:
l.Stofngjald af símum í bústöðum ríkissjóðs (eitt tæki) greiðist samkvæmt
framlögðum reikningum, enda sé síminn skráður á embættið.
2. Prestar fá greidda mánaðarlega fjárhæð er samsvarar 500 umframskrefum vegna
notkunar síma í embættisþágu. Á sama hátt greiðist prófostum fjárhæð er samsvarar
700 umframskrefum.
3. Nemi símanotkun presta á ársfjórðungi (þ.e. langlínusamtöl og símskeyti í
embættisþágu eða yfirsímtöl) hærri fjárhæð en sem svarar 1.500 umframskrefum,
hjá próföstum 2.100 umframskrefum, sbr. 2.th, þá eiga þeir rétt á að fá helming
280