Gerðir kirkjuþings - 1998, Síða 250
1998
30. KIRKJUÞING
19. mál
Biskupsstofa veitir nefndunum upplýsingar og aðstoð ef þess er óskað af nefndanna
hálfu.
II. kafli.
Um úrskurðarnefnd.
Verksvið úrskurðarnefndar.
3. gr.
Með ágreiningi á kirkjulegum vettvangi er átt við ágreining milli þeirra aðila sem
taldir eru upp í 4. gr. og sem varðar með einhverjum hætti kirkjulegt starf eða
starfsemi á vegum kirkjunnar.
Úrskurðamefndin fjallar ekki um málefni sem varðar lausn frá embætti eða starfslok á
grundvelli laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996.
Upphaf máls hjá úrskurðarnefnd.
4. gr.
Allir sem hagsmuna eiga að gæta geta borið mál undir úrskurðamefnd, svo sem
kirkjustjómin (biskup og kirkjuráð), sóknamefnd, einstakir starfsmenn kirkjunnar og
aðrir sem starfa innan kirkunnar, hvort sem greitt er fyrir starfann eða ekki.
Máli skal vísa til nefndarinnar skriflega, sbr. 8. gr.
Málsmeðferð fyrir úrskurðarnefnd.
5. gr.
Þegar beiðni um úrlausn hefur borist úrskurðamefnd metur hún annars vegar hvort
úrlausnarefnið heyri undir nefndina, sbr. 3. gr. og hins vegar hvort málshefjandi teljist
eiga hagsmuna að gæta, sbr. 4. gr.
Telji nefndin að aðild máls og úrslausnarefnið uppfylli skilyrði reglna þessara, tekur
hún málið til meðferðar, sbr. 6. gr.
Telji nefndin að aðild máls eða úrlausnarefnið uppfylli ekki skilyrði reglna þessara
vísar hún málinu frá. Þeirri ákvörðun nefndarinnar má skjóta til áfrýjunamefndar.
6. gr.
Þegar fram hefur komið beiðni um úrlausn máls sem úrskurðamefnd ákveður að taka
til meðferðar, sbr. 5. gr., skal formaður hennar eða varamaður hans, ef hann fer með
málið, tilkynna hlutaðeigandi aðila eða aðilum þegar í stað um beiðnina. Ef um
einstakling er að ræða skal upplýsa hann um stöðu nefndarinnar og hlutverk.
Varði mál siðferðis- eða agabrot starfsmanna þjóðkirkjunnar eða embættisfærslu
prests skal nefndin í upphafi meta hvort rétt sé að leggja til að hlutaðeigandi verði
vikið úr starfi meðan um málið er fjallað hjá nefndinni.
Jafnframt skal nefndin kanna á þessu stigi hvort grundvöllur er til sátta. Telji nefndin
sættir koma til greina eða að nauðsynlegt sé að reyna sættir, kveður hún málsaðila,
saman eða hvom í sínu lagi, á sinn fund. Færa skal í gerðabók, sbr. 26. gr., það sem
aðilar eða umboðsmenn þeirra hafa um málið að segja við það tækifæri.
7. gr.
Formaður stjómar fundi úrskurðamefndar. Að ósk aðila getur nefndin heimilað öðmm
en aðilum að sitja fund.
Nefndin getur, að undangenginni áminningu, vikið þeim af fundi sem raskar
fundarfriði og góðri reglu á fundinum.
245