Gerðir kirkjuþings - 1998, Page 245
1998
30. KIRKJUÞING
19. mál
ll.gr.
í lok frests sem gagnaðila hefur verið veittur, sbr. 10. gr., skal halda fund í
úrskurðamefhdinni með málshefjanda og gagnaðila þar sem greinargerð gagnaðila og
önnur skjöl, sem hann kýs að leggja ffam eru afhent.
Þegar öll gögn hafa verið lögð fram getur úrskurðamefnd ákveðið að fjalla um mál
munnlega. Að jafnaði skal ffamlagningu gagna lokið á þessu tímamarki.
Ef ákveðið verður að fjalla um málið munnlega, skal ákveðinn stuttur ffestur til þess
og að honum liðnum skal málshefjandi tjá sig fyrst um málið, en gagnaðili að því
búnu.
Nú er ekki ákveðið að aðilar tjái sig munnlega um málið fyrir nefndinni og skal þá
málshefjanda veittur ffestur til að tjá sig skriflega um það en að því búnu skal
gagnaðila gefmn kostur á að koma að skriflegum athugasemdum sínum. Miðað skal
við að frestir, sem veittir eru til þess að málsaðilar megi koma að skriflegum
sjónarmiðum sínum samkvæmt þessari málsgrein verði ekki lengri en tvær vikur
samtals.
12. gr.
Nefndin skal í upphafi málsmeðferðarinnar og einnig síðar, ef ástæða þykir til, rita
stjómvöldum, einkaaðilum, rannsóknaraðilum eða öðrum bréf og óska eftir því að fá
send tilgreind eða ótilgreind gögn, sem kunna að vera til upplýsingar um málsatvik.
Strax og slík gögn berast nefhdinni skulu affit þeirra afhent málsaðilum. Nefndin
getur einnig ákveðið, ef þörf krefur, að kveðja sér til fultingis, sérffóða aðila um
úrlausnarefni það sem til meðferðar er, innan þjóðkirkjunnar eða utan.
13. gr.
Hafi aðili neytt réttar síns til þess að óska eftir að ffam fari opinber rannsókn af sama
tilefni og mál það sem til úrlausnar er, skal úrskurðamefnd leitast við að fá öll þau
gögn, sem aflað hefur verið við þá rannsókn, þ.m.t. skýrslur sem gefhar hafa verið
fýrir rannsóknaraðilum.
14. gr.
Nefndin getur óskað eftir því að tilteknir menn komi til viðtals við hana til þess að tjá
sig um málefhi, sem tengjast úrlausnarefhinu, en gefa skal málsaðilum kost á að vera
viðstadda á slíkum fundum.
Slíkar skýrslur má bóka eða hljóðrita eftir því sem henta þykir og skal gera þeim sem
skýrslu gefur grein fýrir því hvemig upplýsingar, sem hann gefur, em skráðar.
15. gr.
Nú neitar maður að koma til viðtals hjá nefndinni eða neitar að afhenda eða láta uppi
efni skjals og nefhdin telur útilokað að útkljá málefni það, sem til meðferðar er, án
þess að skýrsla þeirra eða upplýsingar um efni skjals liggi fyrir, er nefndinni heimilt,
ef hún telur nauðsyn bera til, að afla sönnunargagna eftir því sem heimilt er
samkvæmt 2. mgr. 77. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991.
Sé gmnur um refsiverða háttsemi getur nefndin hlutast til um að fram fari opinber
rannsókn á þeirri háttsemi.
240