Gerðir kirkjuþings - 1998, Side 121
1998
30. KIRKJUÞING
4. mál
Forseti getur heimilað lengri ræðutíma en greinir í 1. og 2. mgr., ef hann telur þess
þörf.
Ræðumenn skulu halda sér við málefhi það, er fyrir liggur.
Rétt er að leyfi forseta komi til, ef lesa skal prentað mál, aðfengið.
Forseti getur lagt til að umræðu sé slitið og má bera það undir atkvæði.
Ef tillaga er borin fram sérstaklega um frávísun máls, skal hún rædd áður en til
atkvæða kemur.
í umræðum má bera fram ritaða, rökstudda dagskrá um að taka skuli fyrir næsta mál,
og skulu atkvæði um hana greidd án frekari umræðna.
Flutningsmaður máls má draga mál til baka, allt til þess að það er komið til
endanlegrar atkvæðagreiðslu. Dragi flutningsmaður máls það til baka, innan greindra
tímamarka, getur annar kirkjuþingsmaður tekið málið upp á því stigi sem það þá er og
gerst flutningsmaður þess.
Úrslit mála. Atkvæðagreiðsla.
25. gr.
Atkvæðisrétt hafa kirkjuþingsmenn einir. Afl atkvæða ræður úrslitum mála.
Ef um er að ræða samþykktir um kenningarleg málefhi, guðsþjónustuhald, helgisiði,
skím, fermingu eða altarissakramenti þarf 2/3 hluta greiddra atkvæða, enda hafi
prestastefna fjallað um þau og samþykkt.
Afgreiðsla mála á kirkjuþingi er því aðeins gild að 2/3 hlutar kirkjuþingsmanna séu á
fundi.
Atkvæðagreiðsla fer fram á þann hátt, að kirkjuþingsmaður réttir upp hönd, en
nafnakall eða skriflega atkvæðagreiðslu má viðhafa, ef þess er óskað, og forseti getur
endurtekið atkvæðagreiðslu ef óglögg þykir. Lýsir forseti úrslitum.
Ávallt skulu liggja fyrir hæfxlega margir nafnalistar þingmanna.
Fundarsókn.
26. gr.
Skylt er kirkjuþingsmönnum að sækja alla boðaða fundi þingsins, nema nauðsyn
banni eða leyfi forseta komi til.
Aðgangur áheyrenda.
27. gr.
Áheyrendum er heimill aðgangur ef húsrúm leyfir, nema öðmvísi sé ákveðið af
kirkjuþingi.
Agavald forseta.
28. gr.
Öllum kirkjuþingsmöimum, svo og áheyrendum, er skylt að hlíta valdi forseta og
settum reglum. Forseti má beita vítum, ef fulla nauðsyn ber til.
Afbrigði. Breytingar á þingsköpum.
29. gr.
Veita má afbrigði frá þingsköpum þessum er 2/3 greiddra atkvæða koma til, enda séu
2/3 kirkjuþingsmanna á fundi.
Þingsköpum kirkjuþings verður ekki breytt nema 2/3 greiddra atkvæða komi til enda
séu 2/3 kirkjuþingsmanna á fundi.
116