Gerðir kirkjuþings - 1998, Page 226
1998
30. KIRKJUÞING
16. mál
Drög að
starfsreglum um þjálfun prestsefna.
Flutt af kirkjuráði.
Frsm. sr. Bolli Gústavsson.
Kirkjuþing 1998 samþykkir eftirfarandi drög að starfsreglum um þjálfun prestsefna.
Greinargerð.
Markmið þjálfunar prestsefna er, að kirkjan fái til starfa mynduga og fullþjálfaða
einstaklinga, sem hæfa prestsstörfum á vegum kirkjunnar. Þjálfunin verði á sem
víðtækustu sviði og samræmist bæði þörfum kirkju og einstaklinga. Til nánari
skýringar er vísað til 13. máls 29. kirkjuþings árið 1997 og greinargerðar
nefhdarinnar, sem vann tillögugerð fyrir biskup.
1. gr.
A vegum og á ábyrgð biskups starfar þriggja manna þjálfunarteymi, sem sér um
undirbúning guðffæðinema og kandídata fyrir prestsþjónustu. Biskup ákvarðar
starfsviðmið og verklag þjálfunarteymis.
2. gr.
Eigi síðar en í upphafi þriðja árs guðfræðináms skulu þau, sem hug hafa á kirkjulegu
starfi að loknu námi, skrá sig til þjálfunar og fundar með biskupi. Þjálfunarteymi
fundar árlega með skráðum þátttakendum og oftar ef þurfa þykir.
3. gr.
Ef ástæða er talin til, fundar biskup með nema/kandídat. Ef þjálfunarteymi kemst að
þeirri niðurstöðu, að prestsstarf henti einstaklingnum illa, skal það kynnt biskupi, sem
fundar síðan með nema/kandídat.
4. gr.
Arlega skulu þau, sem hafa skráð sig til þjálfunar, sækja námskeið, sem
þjálfunarteymi heldur. Þá skulu guðfræðinemar taka þátt í starfi safnaðar með
reglulegum hætti og með því kynnast kirkjulífi af eigin raun.
5. gr.
Að fengnum jákvæðum umsögnum heimilar biskup kandídat að hefja
kandídatsþjálfun. Þjálfunin skal vera minnst tveir mánuðir, hefjast með
stofhanakynningu og ljúka með þjálfun í dreifbýlis - og þéttbýlissöfnuðum.
Þjálfunarteymi gerir starfs- og umsagnarreglur fýrir leiðbeinendur og handleiðara og
undirbýr endanlega skýrslu í hendur biskupi, áður en kandídat getur sótt um embætti.
6. gr.
Biskup kallar nývígða presta til vinnuviku eða -vikna tvö fýrstu ár eftir vígslu og
tryggir þeim aðgang að handleiðslu.
221