Gerðir kirkjuþings - 1998, Blaðsíða 306
1998
30. KIRKJUÞING
Lokaorð Jóns Helgasonar, þingforseta við slit Kirkjuþings 21. okt. 1998.
í stefnuræðu biskups við setningu Kirkjuþings kom fram, að hin nýju kirkjulög væru
ytri rarnmi um starfsemi íslensku kirkjunnar. A síðustu 10 dögum hafa
kirkjuþingsmenn íyrst og fremst verið önnum kafnir við að fylla upp í þann ramma,
þar sem um næstu áramót falla úr gildi mörg þeirra laga, sem hingað til hafa mótað
störf og starfshætti kirkjunnar.
Á þessu Kirkjuþingi hafa verið settar 15 starfsreglur um flest starfssvið kirkjunnar og
auk þess samþykktar 12 ályktanir og 5 önnur mál. Umfangsmestu starfsreglumar
fjalla um Kirkjuþing, presta og skipan sókna, prestakalla og prófastsdæma, en allar
eru reglumar mikilvægar fyrir starfsemi kirkjunnar, hver á sínu sviði. Starfsreglur um
meðferð kynferðisafbrota innan íslensku þjóðkirkjunnar em frumsmíð. Sama er að
segja um jafnréttisáætlun kirkjunnar og vímuefnavamarstefnu þjóðkirkjunnar.
Á næstu mánuðum og ámm mun reynslan leiða í ljós, hvort þessar frumsmíðar
Kirkjuþings verða það starfs- og baráttutæki kirkjunnar, sem við væntum. Öllum er
ljóst, að þar verður að fylgjast vel með og bregðast fljótt við að lagfæra það, sem betur
getur farið, enda í ýmsum starfsreglum ákvæði um endurskoðun innan langs tíma.
Þrátt fýrir mikla vinnu, sem búið var að leggja í undirbúning að þeim málum, sem
Kirkjuþing hefur nú afgreitt og ber að þakka sérstaklega fyrir, þá hefur afgreiðsla
þeirra verið svo tímafrek, að þingið hefur orðið að láta flest önnur málefni bíða, en þar
er að mörgu að hyggja.
í stefhuræðunni sagði biskup, að í hin nýju kirkjulög vanti markmiðsgreinar og
stefnumörkun. í kirkjulögum segir, að auk almennra reglna um starfshætti
þjóðkirkjunnar, setji Kirkjuþing reglur um tiltekna þætti kirkjustarfsins. Það hlýtur því
að vera næsta verkefni Kirkjuþings að setja slíkar markmiðsgreinar í samráði við
biskup og aðrar stofnanir kirkjunnar.
Það er vissulega vandasamt verk. Aðalatriðið er að glæða þær reglur því lífi, að þær
verði ekki aðeins falleg orð og fögur fyrirheit á blaði, heldur öflugt baráttutæki
þjóðkirkjunnar, sem allir þátttakendur í sókn hennar í upphafi nýrrar aldar geti sótt sér
styrk til. Þannig mundi Kirkjuþing ásamt öðrum stjómvöldum þjóðkirkjunnar leggja
grundvöll að því að gegna sínu megin hlutverki „að styðja, uppörva og efla söfnuði
og starfsmenn kirkjunnar í störfum sínum að boðun, fræðslu og kærleiksþjónustu”,
eins og biskup brýndi okkur til í stefnuræðunni.
Hagtölur sýna, að efnahagsleg afkoma þjóðarinnar er góð. Þrátt fyrir það blasa við á
ýmsum sviðum þjóðfélagsins önnur og meiri vandamál en oft áður. Upplausn heimila
og fjölskyldna verður algengari með hverjum áratug og bitnar það harðast á
bömunum. Fómarlömbum vímuefna fjölgar ört, einkum meðal unglinga. Á sama tíma
lætur þjóðfélagið, - sem hinir fullorðnu hafa mótað - sér nægja að segja bömunum að
gera ekki það, sem það heldur sjálft áfram að kenna þeim í verki með dýrkun sinni á
vímunni.
Þannig væri hægt að halda áfram að benda á margt þar sem úrbóta er þörf og sannar á
augljósari hátt en nokkm sinni fyrr, að maðurinn lifir ekki á brauði einu saman, hversu
mikil sem ofgnótt af því kann að vera fýrir hendi.
Þörfin fyrir boðskap kristinnar blasir því alls staðar við. Þessar aðstæður leggja afar
301